
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni.
Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid
Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.

Verkefnastjóri viðhaldsmála
Verkefnastjóri óskast til starfa á viðhaldsdeild fasteigna. Meðal verkefna deildar eru endurgerð og viðhald leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja og sundlauga, frístundaheimila, ýmissa menningarstofnana og annarra stofnana og fasteigna í eigu Reykjavíkurborgar. Deildin tilheyrir skrifstofu framkvæmda, viðhalds og eignaumsjónar. Skrifstofa framkvæmda, viðhalds og eignaumsjónar ber ábyrgð á öllum verklegum framkvæmdum sem tengjast mannvirkjum og húseignum Reykjavíkurborgar. Í því felst uppbygging þeirra og viðhald. Ákvarðanir um nýframkvæmdir eru teknar í borgarráði og samþykktar í borgarstjórn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórn viðhalds og endurgerðarverkefna
- Aðstoð við gerð viðhaldsáætlunar
- Eftirfylgni vinnuáætlunar viðhalds varðandi verklegar framkvæmdir
- Eftirlit með útboðsverkum
- Skráning viðhaldsverkefna og kostnaðarstöðu þeirra í verkbókhald og samþykkt reikninga
- Skráning í eignavef Reykjavíkurborgar og í Framkvæmdasjá
- Vettvangsferðir á vinnusvæði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf á sviði verkfræði, tæknifræði, byggingarfræði eða í sambærilegum tæknigreinum sem nýtist í starfi
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Þekking á áætlanagerð og kostnaðarmati er kostur
- Reynsla af ráðgjöf til mismunandi hagaðila
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og hópstarfi
- Hæfni til framsetningar og greiningar á flóknum gögnum
- Skipulagsfærni, nákvæmni og hæfileiki til að vinna sjálfstætt
- Íslenskukunnátta C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
- Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist skrifstofustörfum og góð þekking á Word og Excel
- Ökuréttindi
Advertisement published1. October 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Deildarstjóri upplýsingatæknideildar
Coripharma ehf.

Vélahönnuður
Héðinn

Sérfræðingur í skipatæknideild
Samgöngustofa

Forstöðumaður upplýsingatæknisviðs
Lífeyrissjóður verzlunarmanna

Transformation Manager
Icelandair

Brennur þú fyrir sjálfbærni- og umhverfismálum?
Fagkaup ehf

Mynstra leitar að ævintýramanneskju 🚀
Mynstra

Sérfræðingur í Viðskiptalausnum markaða
Landsbankinn

Landfræðingur með sérþekkingu á landfræðilegum upplýsingakerfum
COWI

Vatnsaflsvirkjanahönnuður / Hydroelectric Power Plant Designer
COWI

Þróunar- og greiningarsérfræðingur
Veitur

Project Electrical Engineer - Iceland
Verne Global ehf