Orkuveitan
Orkuveitan
Orkuveitan

Grafísk hönnun - Samfélagsmiðlar - Skapandi efnisgerð

Orkuveitan leitar að aðila sem tengir sérstaklega við þessi þrjú atriði og langar að vera hluti af öflugu teymi Samskipta hjá Orkuveitunni.

Orkuveitan er eitt stærsta fyrirtæki landsins en fyrirtækið er móðurfélag Veitna, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarans og Carbfix. Við höfum einnig byggt upp áfangastað þessara fyrirtækja í Elliðaárdal undir merkjum Elliðaárstöðvar.

Verkefni Samskipta er að vinna með öll þessi spennandi vörumerki og segja sögur af þeim mikilvægu verkefnum sem okkar fólk er að vinna að alla daga.

Við erum nú að leita að metnaðarfullri og skapandi manneskju í teymið okkar, einstaklingi sem getur hjálpað okkur að móta, byggja upp og efla ímynd vörumerkjanna á stafrænum miðlum og hefur færni og gott auga fyrir grafískum elementum og skapandi efnisgerð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framleiðsla á efni fyrir öll vörumerki samstæðunnar með sérstakri áherslu á samfélagsmiðlaefni og grafíska hönnun. Við erum að tala um myndbönd, texta, grafík og annað efni.
  • Grafísk vinna og útfærsla, m.a. glærukynningar, skilti, auglýsingar, vefborðar o.fl.
  • Mótun samfélagsmiðlastefnu, þróun, birting og viðhald á stafrænum miðlum.
  • Notkun vefkerfa og umsjón með birtingum í Meta, Google og öðrum stafrænum miðlum.
  • Leitarvélabestun og greining á árangri á stafrænum miðlum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af efnisgerð og birtingum  fyrir samfélagsmiðla og vefi.
  • Færni í grafískri hönnun og stafrænni framleiðslu (t.d. Adobe Illustrator, Indesign, Premiere Pro eða sambærileg verkfæri).
  • Þekking og reynsla á stafrænum miðlum og stefnumótandi vinnu í markaðssetningu.
  • Þekking á vefkerfum, birtingum og greiningartólum.
Advertisement published9. October 2025
Application deadline26. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags