Origo ehf.
Origo ehf.
Origo ehf.

Origo leitar að Full Stack forritara

Við leitum að Full Stack forritara með nördaskap og þrautseigju til að vinna við þróun netverslana og tengdra lausna!

Ertu lausnamiðaður forritari sem elskar að kafa djúpt í kóða, leysa flókin vandamál og vinna með frábæru fólki? Þá gætir þú verið sá sem við leitum að!

Við viljum vita hvort þú þekkir eða hefur reynslu af:

  • nopCommerce
  • Þróun netverslana
  • Keycloak og/eða OpenId
  • Algolia og öðrum leitarvélum
  • Vinnu með skýjalausnum
  • Next.js
  • ERP kerfum, t.d.Business Central
  • Auðkenningu með rafrænum skilríkjum
  • Google analytics
  • PIM kerfum

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þróun vefverslana

  • Þróun annarra lausna í eCommerce teymi

Menntunar- og hæfniskröfur

  • ASP.NET Core

  • React og typescript

  • Samþættingar

Fríðindi

  • Tækifæri til að vinna í framsæknu og metnaðarfullu teymi

  • Áhrif á stefnu og þróun netverslunarlausna

  • Sveigjanleika, traust og gott starfsumhverfi

  • Frábært mötuneyti og góða starfsmannaaðstöðu

Ef þig langar að taka næsta skref á ferlinum og vinna með fólki sem nýtur þess að smíða flottar lausnir, þá viljum við heyra frá þér!

Einnig, ef þú átt kóða sem þú hefur skrifað (t.d. á Github) og þú vilt deila með okkur, endilega láttu tengil á hann fylgja með umsókninni

Sendu okkur umsókn, við höfum áhuga á að kynnast þér! Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Origo skapar öruggt forskot með tækni og hugviti. Með snjöllum og öruggum lausnum hjálpum við fyrirtækjum og stofnunum að öðlast forskot í stafrænum heimi sem er á fleygiferð. Hjá okkur starfa um 200 manns sem vinna saman að því að skapa betri tækni sem bætir líf fólks. Við leggjum áherslu á liðsheild, fagmennsku og stöðuga þróun.

Advertisement published10. October 2025
Application deadline19. October 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Borgartún 37, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags