
Arion banki
Starfsfólk Arion banka er kjarninn í starfsemi bankans og kappkostar bankinn að búa vel að starfsfólki sínu.
Arion banki er lifandi vinnustaður þar sem starfsumhverfið einkennist af fagmennsku, framsækni, umhyggju og tryggð
Hjá Arion banka starfa um 900 manns, þar af eru 65% konur og 35% karlar. Kynjaskipting á meðal stjórnenda bankans er fremur jöfn og sama gildir um aldursdreifingu innan bankans en meðalaldur starfsfólks Arion banka er 42 ár.
Fjölmargt starfsfólk hefur sýnt bankanum og forverum hans mikla tryggð og eru dæmi um að starfsfólk sé með meira en 40 ára starfsaldur. Meðal starfsaldur hjá Arion banka er tíu ár.

Vefforritari
Ertu skapandi forritari með auga fyrir smáatriðum og brennandi áhuga á frábærri notendaupplifun?
Við hjá Arion banka leitum að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi til að ganga til liðs við vefteymið okkar í hugbúnaðarþróun. Þú munt gegna lykilhlutverki í þróun og viðhaldi veflausna bankans og tengdra félaga – með það að markmiði að skapa öruggar, notendavænar og fallegar lausnir.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun á vefjum Arion banka og dótturfélaga
- Samþætting veflausna við önnur kerfi, t.d. Contentful
- Greina og leysa tæknileg vandamál í vefum og kerfum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af vefþróun og uppsetningu vefsetra
- Reynsla og góð þekking á React
- Þekking á samþættingum við kerfi eins og Contentful er kostur
- Brennandi áhugi á að skapa notendavænar, aðgengilegar og fallegar lausnir
- Góð samskiptahæfni og hæfni í teymisvinnu
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Gott auga fyrir smáatriðum
Advertisement published10. October 2025
Application deadline22. October 2025
Language skills

Required
Location
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (8)

Infrastructure & Security Engineer
Too Lost

Origo leitar að Full Stack forritara
Origo ehf.

Við leitum að hugbúnaðarsérfræðingum
Orkuveitan

Hugbúnaðarsérfræðingur
Retric ehf.

Hugbúnaðarsérfræðingur í Sérlausnum og samþættingu
Advania

Full stack forritari
CEO HUXUN ehf

Software Engineer
CookieHub

UI/UX Designer
CCP Games