Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Sérfræðingur í stoðþjónustu í Sandgerðisskóla

Vilt þú taka þátt í virku og skapandi skólastarfi í Suðurnesjabæ?

Leitað er að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi sem býr yfir þekkingu og reynslu af starfi í grunnskóla. Viðkomandi verður hluti af stoðþjónustu skólans og tekur virkan þátt í að móta úrræði og stuðning við nemendur með fjölbreyttar þarfir. Um er að ræða tímabundið 100% starf skólaárið 2025-2026, ráðið er frá 1.ágúst 2025.

Við leggjum áherslu á vellíðan og framfarir nemenda, gott samstarf innan skólans og við samfélagið. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans, vinna í teymi að því að mæta ólíkum einstaklingum á faglegan, fjölbreyttan og skapandi hátt.

Sandgerðisskóli er vel búinn, heildstæður fjölmenningarlegur grunnskóli með um 320 nemendur og við skólann starfar samheldinn hópur metnaðarfullra starfsmanna. Áhersla er lögð á náið samstarf er við Leikskólann Grænuborg, félagsmiðstöðina Skýjaborg og Tónlistarskóla Sandgerðis. Gildi skólans eru; vöxtur – virðing – vilji – vinátta.

Skólinn er heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnu Uppeldis til ábyrgðar með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans, www.sandgerdisskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðla að vellíðan í skólastarfi, námslegum sigrum og félagslegri færni nemenda
  • Sinna nemendum í stuðningsúrræðum skóla
  • Leita leiða við að einstaklingsmiða kennsluhætti og kennsluaðferðir
  • Styðja við virkt og gott samstarf á milli heimilis og skóla
  • Stuðla að faglegu samstarfi í stoðþjónustu skólans
  • Tekur þátt í innleiðingu á samþættingu í þágu farsældar barna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun (B.A/B.S ) á sviði þroskaþjálfafræði, iðjuþjálfunarfræði, félagsráðgjafafræði, sálfræði eða á öðru sambærilegu fagsviði sem nýtist í starfi skilyrði
  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi kostur
  • Reynsla og þekking af sambærilegu starfi kostur
  • Jákvæðni, þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Geta til að vinna sjálfstætt og í teymum
  • Kostur að viðkomandi hafi þekkingu á viðurkenndum aðferðum sem nýtast nemendum með fjölbreyttar þarfir
  • Mjög gott vald á íslensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Advertisement published21. March 2025
Application deadline6. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Skólastræti 1, 245 Sandgerði
Type of work
Professions
Job Tags