Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Félagsráðgjafi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða félagsráðgjafa í 80-100% starf.

Félagsráðgjafar við Heilbrigðisstofnun Suðurlands starfa í þverfaglegum teymum þar sem unnið er að sameiginlegum markmiðum og lausnum. Félagsráðgjafar vinna náið með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki með það að markmiði að tryggja heildræna umönnun og stuðning fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar.

HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.

Helstu verkefni og ábyrgð

-          Meta þarfir skjólstæðinga Heilbrigðisstofnunar fyrir þjónustu félagsráðgjafa og veita faglega ráðgjöf.

-          Styðja við notendur Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands, leiðbeina um réttindi, veita stuðning og koma málum í viðeigandi ferli.

-          Teymisvinna við ólíkar starfsstéttir innan Heilbrigðisstofununar og samtarf við aðra þjónustuveitendur.

-          Stuðningsviðtöl við skjólstæðinga og fjölskyldur.

-          Skráning og skýrslugerð.

-          Þátttaka í þróun á störfum félagsráðgjafa innan Heilbrigðisstofunuar Suðurlands.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Viðurkennt félagsráðgjafanám, formleg löggilding og íslenskt starfsleyfi.
  • Víðtæk reynsla af félagsráðgjöf sé æskileg.
  • Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi.
  • Sérfræðiþekking á sviði félagsráðgjafar sem og reynsla og hæfni í einstaklings- og fjölskylduviðtölum er æskileg.
  • Þekking á gildandi lögum og reglugerðum og færni til að vinna að réttindamálum einstaklinga og fjölskyldna.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
Advertisement published21. March 2025
Application deadline1. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Árvegur 161836, 800 Selfoss
Type of work
Professions
Job Tags