Akureyri
Akureyri
Akureyri

Félagsráðgjafi í félagsþjónustu hjá Akureyrarbæ

Félagsþjónusta velferðarsviðs óskar eftir að ráða félagsráðgjafa í tímabundna afleysingu tímabilið 1. júní 2025 t.o.m 31. ágúst 2026. Upphaf starfa er samkomulagsatriði en kostur er ef viðkomandi getur hafið störf fyrr. Um er að ræða 100% starfshlutfall með sveigjanlegum dagvinnutíma.

Á velferðarsviði Akureyrarbæjar er rekin fjölbreytt velferðarþjónusta samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndarlögum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lög um samþættingu í þágu farsældar barna og lögum um málefni aldraðra. Hlutverk sviðsins er að bjóða upp á ráðgjöf og beita úrræðum auk þess sem sviðið rekur þjónustukjarna og vinnustaði fyrir fatlað fólk. Þjónustusvæðið nær yfir Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Grýtubakkahrepp og Svalbarðsstrandarhrepp skv. þjónustusamningum við sveitarfélögin um velferðarþjónustu og samningi sveitarfélaganna um málaflokk fatlaðra.

Félagsþjónustan tekur bæði til almennrar félagsþjónustu svo og sértækrar félagsþjónustu við fatlað fólk, fólk með fíknivanda og/eða geðrænan vanda.

Félagsráðgjafi í félagsþjónustu sinnir þjónustu við fjölskyldur og einstaklinga sem til velferðarsviðs Akureyrarbæjar leita vegna persónulegs vanda. Starfið felst í því að greina vanda viðkomandi, leiðbeina og aðstoða við öflun ýmissa úrræða til að ráða bug á honum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greinir vanda fólks sem til félagsþjónustunnar leitar, útvegar viðeigandi úrræði og fylgir þeim eftir
  • Veitir ráðgjöf, aðstoð og stuðning til þeirra sem þjónustunnar njóta.
  • Veitir ráðgjöf og leiðbeinir um fjármál einstaklinga.
  • Veitir ráðgjöf varðandi forsjá og umgengnismál og notar til þess úrræðið samvinna eftir skilnað barnanna vegna.
  • Tekur að sér málstjórn í þágu farsældar barna og stýrir samþættingu þjónustu í þágu barns sem hefur þörf fyrir annars stigs þjónustu.
  • Tekur á móti umsóknum um fjárhagsaðstoð, vinnur þær samkvæmt reglum um fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar og leggur fyrir fund rökstudda tillögu um afgreiðslu eftir atvikum.
  • Setur fram skriflegar áætlanir um félagslega ráðgjöf og fylgir henni eftir, ásamt öðrum þeim áætlunum sem starfið varðar.
  • Skrifar skýrslur, greinargerðir til nefnda, stjórna og stofnana.
  • Situr í þeim teymum og þá fundi sem starfið og starfsemina varðar.
  • Tekur þátt í stefnumótunarvinnu velferðarsviðs.
  • Tekur þátt í að móta og þróa ný úrræði.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi til að starfa sem félagsráðgjafi á Íslandi er skilyrði.
  • Reynsla af starfi í félagsþjónustu er kostur.
  • Þekking og farsæl reynsla af þverfaglegri vinnu er æskileg.
  • Reynsla af vinnu í skjalakerfinu ONE er kostur.
  • Gerð er krafa um frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Rík krafa er gerð um samskiptafærni.
  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleika.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og koma frá sér vönduðum skriflegum texta.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Advertisement published21. March 2025
Application deadline3. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Glerárgata 26, 600 Akureyri
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Flexibility
Work environment
Professions
Job Tags