Akureyri
Akureyri
Akureyri

Síðuskóli: Deildarstjóri

Við Síðuskóla er laust til umsóknar 100% starf deildarstjóra. Um er að ræða tímabundið starf skólaárið 2025-2026. Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst 2025.

Deildarstjóri starfar í þriggja manna stjórnunarteymi skólans við daglega stjórnun skólans og veitir faglega forystu í öllu skólastarfinu.

Síðuskóli er staðsettur við Bugðusíðu og er fjöldi nemenda um 380. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði SMT-skólafærni, er Grænfánaskóli og Réttindaskóli UNICEF. Í skólanum er unnið með hvatningu og hrós sem er góð leið til að sýna börnum jákvæða athygli, kenna þeim æskilega hegðun og viðhalda henni.

Í Síðuskóla er sérdeild fyrir einhverfa nemendur og þjónustar hún þá nemendur sem búsettir eru á Akureyri og hlotið hafa einhverfugreiningu.

Í Síðuskóla sýnum við ábyrgð, virðingu og vináttu.

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.siduskoli.is

Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og sem leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda og starfsfólks í samstarfi við aðra stjórnendur skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veitir faglega forystu í öllu skólastarfi og skólaþróun.
  • Vinnur að mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans.
  • Er í öflugu samstarfi við starfsfólk, nemendur og forráðamenn.
  • Fer fyrir daglegu skipulagi í skólastarfi og er næsti yfirmaður starfsfólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og kennsluréttindi á grunnskólastigi er skilyrði.
  • Reynsla af kennslu og stjórnun er æskileg svo og framhaldsnám í stjórnun eða menntunarfræðum.
  • Vald á fjölbreyttum kennsluaðferðum sem taka mið af þörfum, áhuga og getu nemenda og hæfni til að miðla þekkingu sinni ásamt því að styðja kennara í starfi.
  • Reynsla af þróunarstarfi og faglegri forystu.
  • Reynsla og þekking af teymisvinnu og uppeldisstefnunni SMT.
  • Góð þekking á leiðsagnarnámi og hæfni til að leiða innleiðingu.
  • Góð tækniþekking og hæfni til að nýta hana í skólastarfi.
  • Þekking á Byrjendalæsi er kostur.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Geta til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði.
  • Að vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
  • Frumkvæði, víðsýni og samstarfsvilji.
  • Reglusemi, samviskusemi og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Advertisement published11. March 2025
Application deadline25. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Bugðusíða 1, 603 Akureyri
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Planning
Professions
Job Tags