Efstihjalli
Efstihjalli
Efstihjalli

Sérgreinakennari í málefnum barna með fjölbreyttan bakgrunn

Efstihjalli: Fjölmenning, Barnasáttmáli og sköpun

Leikskólinn Efstihjalli er fimm deilda leikskóli í austurbæ Kópavogs. Leikskólinn er í grónu hverfi í göngufæri við Fossvogsdal, Kópavogsdal og Digraneshæð. Í skólanum er stuðst við þrjá stólpa í öllu starfi, fjölmenningu, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og sköpun í allri sinni mynd. Samskipti eru grunnurinn sem halda stólpunum uppi. Málörvun og málrækt er svo rauði þráðurinn í gegnum allt starfið. Leikurinn í allri sinni fjölbreytni, inni sem og úti, er kjarninn í leikskólastarfinu og helsta námsleið barnanna. Í leiknum styrkist meðal annars sjálfsmynd barnanna, félagsfærni eflist og undirbúningur fyrir formlegt nám er mikill. Efstihjalli er ríkur af fjölbreyttum tungumálum og menningarlegum bakgrunni og er það jafnframt einn af styrkleikum skólans.

Við óskum eftir sérgreinakennara í málefnum barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Í tengslum við það er unnið er með hugmyndafræði LAP (Linguistically Appropriate Practice).

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu leikskólans efstihjalli.kopavogur.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggur og stýrir verkefnum sem tengjast fjölmenningu og málefnum barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn
  • Sér um að gera áætlun, mat og skýrslugerð sem tengist málaflokknum. Annast leiðbeiningu og ráðgjöf til þeirra sem í hlut eiga
  • Tekur þátt í stefnumótun í leikskólanum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Frumkvæði í starfi.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Góð íslenskukunnátta.
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Styttri vinnuvika, stytting er að hluta til tekin á milli jóla- og nýárs, í dymbilviku og tveimur vetrarfríum

Advertisement published21. March 2025
Application deadline4. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Efstihjalli 2, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags