Do you want to translate non-english job information to English?
Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli óskar eftir tónmenntakennara

Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ fyrir börn á aldrinum 1-16 ára. Auglýst er eftir tónmenntakennara, til að byggja upp þróa tónmenntakennslu skólans. Í Urriðaholtsskóla er áhersla á skapandi starf með einstaklinginn í fyrirrúmi og verið er að móta tónmenntakennslu skólans í nýrri aðstöðu.

Teymisvinna er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsfólks, svo og milli skólastiga. Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi. Starfsumhverfi er gott og lögð áhersla á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum. Skólaárið 2025-2026 verða rúmlega 600 nemendur við skólann, þar af yfir 450 nemendur í 1.-10. bekk.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipuleggur og sinnir námi og kennslu í tónmennt
  • Sér um samsöng nemenda
  • Fylgist með námi og þroska allra nemenda sinna og leitast við að skapa kennsluaðstæður sem eru hvetjandi til náms, vinnusemi og þroska
  • Stuðlar að velferð nemenda og samstarfi við foreldra og fagfólk
  • Tekur þátt í teymisvinnu með öðrum kennurum og fagaðilum sem koma að nemendum
  • Vinnur að þróun skólastarfs í samráði við stjórnendur og samstarfsfólk
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
  • Sérhæfing eða reynsla á sviði tónmenntakennslu í grunnskóla
  • Lipurð, þolinmæði og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á skólaþróun
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. Evrópska tungumálarammanum
  • Þekking á fjölbreyttum kennsluháttum og góð tölvukunnátta
  • Reynsla af starfi í grunnskóla og/eða starfi með börnum
Advertisement published18. March 2025
Application deadline1. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Urriðaholtsstræti 2-4, 210 Garðabær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Patience
Professions
Job Tags
Would you like some cookies? Alfred uses cookies to analyze traffic on the web and improve your experience. See more.