Kóraskóli
Kóraskóli
Kóraskóli

Teymi þroskaþjálfa eða sérkennara í þróunarvinnu

Við erum nýr skóli í mótun. Okkur bráðvantar að byggja upp teymi þroskaþjálfa eða sérkennara til að vinna með okkur að móta stuðningskennslu í skólanum.

Í Kóraskóla starfar kraftmikill og samhentur hópur í þróunarvinnu og við leggjum áherslu á teymiskennslu, samþættingu námsgreina og verkefnamiðað nám.

Við viljum styrkja inngildingu í skólastarfinu okkar og hvetjum þá sem hafa áhuga á að móta og þróa stuðningskennslu á unglingastigi að slást í hópinn með okkur og sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð

Í starfinu felst meðal annars:

  • Að vinna í árgangateymi
  • Að verða fagaðili stuðningskennslu í árgangi
  • Að vinna einstaklingsáætlanir og aðlaga námsaðstæður og námsefni í samvinnu við annað fagfólk og foreldra
  • Að vinna í stuðningskennsluteymi þar sem leitað er fjölbreyttra lausna
  • Að vinna að samþættri þjónustu til farsældar barna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Skipulagshæfileikar
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Advertisement published18. March 2025
Application deadline1. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Vallakór 14, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.Developmental counselor
Professions
Job Tags