Kópasteinn
Kópasteinn
Kópasteinn

Þroskaþjálfi eða leikskólasérkennari óskast á Kópastein

Ert þú ábyrgur, jákvæður og sjálfstæður þroskaþjálfi / leikskólasérkennari sem hefur gaman af nýjum áskorunum? Þá gætum við verið að leita að þér.

Leikskólinn Kópasteinn er 5 deilda leikskóli í tveimur húsum með 98 börn börn á aldrinum 1 - 5 ára. Við leitum að þroskaþjálfa / leikskólasérkennara sem er til í að taka þátt í spennandi uppbyggingu með okkur.

Áherslur í starfinu eru á sjálfssprottinn leik í allri sinni fjölbreytni, lífsleikni, tónlist og málrækt. Í Kópasteini er góður starfsandi og gott hlutfall fagmenntaðs starfsfólks.

Einkunnarorð skólans eru gaman saman sem endurspeglar starfið okkar.

Heimasíða leikskólans er kopasteinn.kopavogur.is.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfið felur í sér stuðning við barn með þroskafrávik.
  • Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð og teymisvinnu.
  • Unnið er samkvæmt skóla án aðgreiningar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þroskaþjálfi eða leikskólakennari.
  • Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Reynsla af skipulagningu sérkennslu og þjálfunar.
  • Góð íslenskukunnáttta er skilyrði.
  • Ef ekki fæst þroskaþjálfi eða leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun.
Advertisement published18. March 2025
Application deadline1. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Hábraut 1, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags