Marbakki
Marbakki
Marbakki

Deildarstjóri í leikskólann Marbakka

Leikskólinn Marbakki auglýsir eftir deildarstjóra í 100% stöðu.

Staðan getur losnað strax en hægt er að semja um að hefja störf einhvern tímann á tímabilinu apríl til ágúst 2025.

Leikskólinn Marbakki er fimm deilda leikskóli með rými fyrir 99 börn. Leikskólinn tók til starfa árið 1986 og er staðsettur í Sæbólshverfi í Kópavogi. Unnið er í anda starfsaðferða Reggio Emilia. Einkunnarorð skólans eru sjálfstæð, glöð og skapandi börn.

Leitað er eftir deildarstjóra sem hefur áhuga á starfi í anda Reggio Emilia og vill taka þátt í lærdómssamfélagi þar sem stöðugt er unnið að skólaþróun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildastjóra.
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagi deildar og miðlun upplýsinga.
  • Sinnir móttöku nýrra starfsmanna samkvæmt ferlum leikskólans.
  • Er hluti af stjórnendateymi leikskólans og kemur að áætlanagerð og mati.
  • Sér um foreldrasamstarf á deildinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða annað kennarapróf.
  • Skapandi hugsun og metnaður í starfi.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og samstarfshæfni.
  • Hæfileiki til að vera þátttakandi í lærdómssamfélagi í þróun.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Styttri vinnuvika, stytting er að hluta til tekin á milli jóla- og nýárs, í dymbilviku og tveimur vetrarfríum

Advertisement published18. March 2025
Application deadline1. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Marbakkabraut 4, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags