

Menntasvið Kópavogs leitar að leiðtoga grunnskóladeildar
Menntasvið Kópavogsbæjar leitar að öflugum leiðtoga í starf deildarstjóra grunnskóladeildar. Menntasvið annast rekstur grunnskóla, leikskóla, starfsemi dagforeldra, skólahljómsveitar, félagsmiðstöðva, frístundaheimila og íþróttamála og þjónustar um 7 þúsund börn og fjölskyldur þeirra. Á sviðinu starfa hátt í 1900 starfsmenn í 1500 stöðugildum. Á skrifstofu menntasviðs starfar fjöldi metnaðarfullra sérfræðinga og gott tækifæri er til faglegrar þróunar og símenntunar.
Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir framsækinn einstakling sem hefur metnað og hæfni til að leiða áframhaldandi sókn í málefnum grunnskóla Kópavogsbæjar og brennur fyrir farsæld barna og gæðum menntunar
Grunnskóladeild ber ábyrgð á starfsemi 11 grunnskóla, með um 5 þúsund nemendur og 9 frístundaheimili auk þess sem Skólahljómsveit Kópavogs heyrir undir deildina. Í grunnskólum Kópavogs ríkir mikill faglegur metnaður og nýbreytni og framþróun í skólastarfi er til fyrirmyndar. Skólarnir standa mjög framarlega á sviði upplýsingatækni í skólastarfi og áhersla er lögð á stuðning við stefnu um skóla fyrir alla.
Deildarstjóri grunnskóladeildar er næsti yfirmaður skólastjóra og starfsfólks grunnskóladeildar. Deildarstjóri er faglegur leiðtogi í grunnskólamálum og ber ábyrgð á gæðum menntunar, þróunar og nýbreytni í grunnskólum Kópavogs.
Kópavogsbær nýtur viðurkenningar Unicef sem barnvænt sveitarfélag og vinnur markvisst að innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og menntastefnu Kópavogsbæjar.
- Fagleg forysta og frumkvæði að stefnumarkandi tillögum um nýbreytni og þróun í skólastarfi
- Dagleg stjórnun og skipulag starfsemi grunnskóladeildar
- Ábyrgð á ráðgjöf og stuðningi við skólastjórnendur varðandi stjórnun og fagleg málefni
- Þátttaka í gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlunar grunnskólahluta menntasviðs
- Ábyrgð á mati og eftirliti með grunnskólastarfi og starfsemi frístundaheimila í samræmi við lög og reglugerðir og menntastefnu sveitarfélagsins
- Ábyrgð á undirbúningi funda menntaráðs og framfylgir samþykktum þess
- Mótun og eftirfylgni árangursríks samstarfs við samtök foreldra barna í grunnskólum
- Stuðlar að árangursríku samstarfi við aðrar deildir og svið innan sem utan sveitarfélagsins
- Ábyrgð á skipulagi endurmenntunar og þjálfunar sem stuðlar að þróun í skólastarfi fyrir kennara og annað starfsfólk grunnskóla
- Þátttakandi og ráðgefandi aðili varðandi breytingar og nýframkvæmdir á húsnæði grunnskóla
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla á grunnskólastigi
- Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða, stjórnunar eða sambærilegra greina sem nýtast í starfi
- Reynsla af stjórnun og rekstri í grunnskóla
- Reynsla og þekking á regluverki stjórnsýslunnar æskileg
- Leiðtogahæfileikar og reynsla af faglegri forystu í skólastarfi
- Sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í skólastarfi
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
- Færni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í starfi, skipulagsfærni og vönduð vinnubrögð
- Færni til að tjá sig skipulega bæði í ræðu og riti á íslensku og ensku
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins






















