
Stekkjaskóli
Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Fyrsti áfangi nýbyggingar skólans var tekinn í notkun í mars 2023 og 2. áfangi var tekinn í notkun í janúar 2025. Næsta haust er gert ráð fyrir um 380 nemendum í 1.-8. bekk. Fullbyggður verður skólinn fyrir um 500 nemendur í 1.-10. bekk.
Stekkjaskóli er hannaður og byggður sem teymiskennsluskóli, með vel skipulögðum árgangasvæðum, góðum list- og verkgreinastofum, glæsilegu bókasafni og náttúrufræðistofu með stórum gróðurskála. Byggingin þykir með glæsilegri skólabyggingum á landinu.
Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.
Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af menntastefnu Árborgar sem byggir á hugmyndinni um skólann sem lifandi lærdómssamfélag.

Umsjónarkennarar á unglingastig
Auglýst er eftir tveimur umsjónarkennurum í 8. bekk í 100% starfshlutföll frá 1. ágúst 2025. Leitað er eftir áhugasömum og framsæknum grunnskólakennurum sem vilja kenna í skóla sem m.a. leggur áherslu á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og skapandi skólastarf.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
- Umsjón með daglegu skólastarfi er varðar viðkomandi umsjónarhóp
- Er tengiliður umsjónarhóps innan skólans og við foreldra/forráðamenn
- Fylgist með velferð nemenda, hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar
- Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf grunnskólakennara
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Hæfni og áhugi á skólastarfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
- Áhugi á skólaþróun og skapandi kennsluháttum mikilvægur
Advertisement published18. March 2025
Application deadline31. March 2025
Language skills

Required
Location
Heiðarstekkur 10
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsIndependencePlanning
Professions
Job Tags
Other jobs (5)
Similar jobs (12)

Deildarstjóri í Leikskólann Tjarnarskóg 2025 -2026
Leikskólinn Tjarnarskógur

Lausar stöður leikskólakennara 2025 -2026
Leikskólinn Tjarnarskógur

Lausar stöður leikskólakennara skólaárið 2025 - 2026
Leikskólinn Hádegishöfði Fellabæ

Leikskólinn Aðalþing - (sér)kennsla
Aðalþing leikskóli

Náttúrufræðikennari
Stekkjaskóli

Umsjónarkennarar á miðstig
Stekkjaskóli

Umsjónarkennarar á yngsta stig
Stekkjaskóli

Menntasvið Kópavogs leitar að leiðtoga grunnskóladeildar
Kópavogsbær

Deildarstjóri í leikskólann Marbakka
Marbakki

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Ævintýraborg við Eggertsgötu

Kennarar óskast – Vertu með í frábærum hóp!
Sveitarfélagið Ölfus

Urriðaholtsskóli óskar eftir tónmenntakennara
Urriðaholtsskóli