Stekkjaskóli
Stekkjaskóli
Stekkjaskóli

Stuðningsfulltrúar

Við óskum eftir stuðningsfulltrúum á mið- og unglingastig í 75% starfshlutföll frá og með 15. ágúst 2025. Markmið starfsins er að auka sjálfstæði og færni nemenda námslega, félagslega og í daglegum athöfnum.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
  • Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt Aðalnámskrá eða einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
  • Tryggir öryggi og velferð nemenda skólans
  • Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
  • Stuðningsfulltrúi vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara, deildastjóra og annað starfsfólk skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Formlegt próf af styttri námsbraut er æskilegt, s.s. stuðningsfulltrúanám, félagsliðanám  o.s.frv.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum 
  • Reynsla af uppeldisstörfum er kostur
  • Góð íslenskukunnátta
Advertisement published18. March 2025
Application deadline31. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Heiðarstekkur 10
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relations
Professions
Job Tags