
Stekkjaskóli
Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Fyrsti áfangi nýbyggingar skólans var tekinn í notkun í mars 2023 og 2. áfangi var tekinn í notkun í janúar 2025. Næsta haust er gert ráð fyrir um 380 nemendum í 1.-8. bekk. Fullbyggður verður skólinn fyrir um 500 nemendur í 1.-10. bekk.
Stekkjaskóli er hannaður og byggður sem teymiskennsluskóli, með vel skipulögðum árgangasvæðum, góðum list- og verkgreinastofum, glæsilegu bókasafni og náttúrufræðistofu með stórum gróðurskála. Byggingin þykir með glæsilegri skólabyggingum á landinu.
Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.
Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af menntastefnu Árborgar sem byggir á hugmyndinni um skólann sem lifandi lærdómssamfélag.

Stuðningsfulltrúar
Við óskum eftir stuðningsfulltrúum á mið- og unglingastig í 75% starfshlutföll frá og með 15. ágúst 2025. Markmið starfsins er að auka sjálfstæði og færni nemenda námslega, félagslega og í daglegum athöfnum.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
- Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt Aðalnámskrá eða einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
- Tryggir öryggi og velferð nemenda skólans
- Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
- Stuðningsfulltrúi vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara, deildastjóra og annað starfsfólk skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Formlegt próf af styttri námsbraut er æskilegt, s.s. stuðningsfulltrúanám, félagsliðanám o.s.frv.
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af uppeldisstörfum er kostur
- Góð íslenskukunnátta
Advertisement published18. March 2025
Application deadline31. March 2025
Language skills

Required
Location
Heiðarstekkur 10
Type of work
Skills
Human relations
Professions
Job Tags
Other jobs (5)
Similar jobs (12)

Leikskólinn Aðalþing - (sér)kennsla
Aðalþing leikskóli

Þroskaþjálfi eða leikskólasérkennari óskast á Kópastein
Kópasteinn

Sumarafleysingar á heimili fatlaðs fólks
Sveitarfélagið Ölfus

Stuðningsfulltrúi óskast í Álftanesskóla
Álftanesskóli

Sérkennsla - HOLT
Leikskólinn Holt

Sumarstarf, stuðningsfulltrúi í búsetu
Ás styrktarfélag

Stuðningsfjölskyldur fyrir börn
Borgarbyggð

Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Stuðningfulltrúi í Hvassaleitisskóla !
Hvassaleitisskóli

Starfsfólk óskast í sumarfrístund Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Atferlisþjálfi/þroskaþjálfi
Leikskólinn Hof

Spennandi sumarstarf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið