Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Starfsfólk óskast í sumarfrístund Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð óskar eftir ábyrgðarfullu og jákvæðu starfsfólki til starfa í sumarfrístund barna sumarið 2025. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna með börnum, skapa skemmtilegt og öruggt umhverfi og taka þátt í uppbyggilegu frístundastarfi.

Sumarfrístund er hluti af frístundastarfi Fjarðabyggðar og veitir börnum á grunnskólaaldri fjölbreytt tækifæri til að taka þátt í leikjum, útivist, íþróttum, skapandi verkefnum og hópastarfi.

  • Skipulag og framkvæmd frístundastarfs fyrir börn á grunnskólaaldri
  • Leiðbeining og umönnun í leikjum, útivist og íþróttum
  • Öryggi og velferð barnanna í starfinu er í forgrunni
  • Fjölbreytt verkefni í samvinnu við annað starfsfólk sumarfrístundar
  • Samvinna við foreldra og samstarfsfólk
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Áhugi á að vinna með börnum og stuðla að jákvæðri upplifun þeirra
  • Jákvæðni, frumkvæði og góð samskiptahæfni
  • Hæfni til að vinna í teymi og sýna sjálfstæði í starfi
  • Reynsla af frístunda- eða íþróttastarfi er kostur
  • Æskilegt er að umsækjendur séu 18 ára eða eldri
Advertisement published4. March 2025
Application deadline21. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags