

Aðstoðarmaður tannlæknis
Tannsetrið leitar að metnaðarfullum og þjónustulunduðum einstaklingi til að ganga til liðs við teymið okkar sem aðstoðarmaður tannlæknis. Í boði er 100% starf, með möguleika á hlutastarfi eftir samkomulagi. Vinnutími er sveigjanlegur og getur verið hefðbundin dagvinna, og/eða síðdegisvinna og helgarvinna á neyðarvakt tannlækna.
Við erum nútímaleg tannlæknastofa, búin nýjustu tækni og leggjum mikla áherslu á hágæða tannlæknaþjónustu í faglegu og vinalegu umhverfi. Stofan er staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, með gott aðgengi fyrir starfsfólk og skjólstæðinga.
Ef þú ert að leita að fjölbreyttu og gefandi starfi við að aðstoða tannlækna í almennum og/eða neyðartilfellum, þá hvetjum við þig til að sækja um. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri!
Hæfniskröfur:
- Skjót og sjálfstæð vinnubrögð
- Frumkvæði og skipulagshæfni
- Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
- Nákvæmni og vönduð vinnubrögð
- Geta til að tileinka sér nýja hluti hratt
- Hæfni til að vinna í krefjandi umhverfi
- Lipurð í teymisvinnu og jákvætt viðmót
- Geta til að sinna fjölbreyttum verkefnum og laga sig að breytilegum aðstæðum
- Grunnþekking í íslensku er skilyrði.
- Reynsla af tannlæknisþjónustu er kostur, en ekki skilyrði.
Helstu verkefni:
- Aðstoða tannlækna við meðferðir
- Þrif og sótthreinsun tækja og verkfæra
- Ýmis tilfallandi verkefni innan stofunnar
- Virk þáttaka í meðferð sjúklinga, svo sem röntgenmyndatökur, máttökur og þrívíddarskönnun, tannhreinsun, ofl.
Hvað við bjóðum:
- Sveigjanlegan vinnutíma
- Nútímalega og tæknivædda tannlæknastofu
- Faglegt og styðjandi vinnuumhverfi
- Tækifæri til starfsþróunar og færniþjálfunar
- Hagnýta reynslu í fjölbreyttum þáttum tannlæknameðferða
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við mannauðsstjóra: [email protected]












