Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Sumarstarf í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum til starfa í búsetuþjónustu fatlað fólk í Fjarðabyggð. Verkefni búsetuþjónustunnar er að veita einstaklingum þjónustu við athafnir dagslegs lífs og veita þeim stuðning við að vera virkur þátttakandi í samfélaginu.

Unnið er eftir hugmyndafræðinni um Þjónandi leiðsögn með áherslu á að einstaklingum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins.

Um er að ræða framtíðarstarf í vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta unnið morgun-, kvöld-, helgar- og næturvaktir. Í boði er 80-100% hlutfall og eru stöður á Reyðafirði og í Neskaupstað.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita einstaklingum stuðning við athafnir daglegs lífs.
  • Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum.
  • Starfa samkvæmt hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.
  • Virkja einstakling til þátttöku í samfélaginu.
  • Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd.
  • Almenn heimilisstörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Viðkomandi þarf að vera orðin 18 ára.
  • Hreint sakavottorð.
  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi.
  • Mikilvægt er að starfsmenn tali og skilji íslensku.
Advertisement published4. March 2025
Application deadline31. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags