
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.000 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Þú ert á góðum stað eru kjörorð sveitarfélagsins.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Sumarstörf í garðyrkjudeild Ungmenni fædd 2009 og eldri
Garðyrkjudeild fjarðabyggðar auglýsir sumarstörf laus til umsóknar. Í störfunum felst almenn garðyrkjustörf og vinna við fegrun bæjarfélagsins t.d sláttur og umhirða grænna svæða.
Sumarstörfin í garðyrkjudeildinni eru ætluð ungu fólki fæddu 2009 og eldri. Umsækjendur þurfa að vera stundvísir og samviskusamir, búa yfir almennri kurteisi og hæfni í samskiptum. Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni er mikill kostur ásamt áhuga á umhverfismálum. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl n.k. og aðeins er tekið við rafrænum umsóknum.
Frekari upplýsingar veitir Helga Björk Einarsdóttir [email protected]
Advertisement published26. February 2025
Application deadline1. April 2025
Language skills

Optional
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (8)

Sumarafleysing næturvakta í stoðþjónustu
Fjarðabyggð

Sumarstarf í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk
Fjarðabyggð

Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Starfsfólk óskast í sumarfrístund Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Flokkstjórar í Vinnuskóla Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Sumarafleysing - Starfsmaður í heimaþjónustu
Fjarðabyggð

Skapandi sumarstörf í Fjarðabyggð 2025
Fjarðabyggð
Similar jobs (12)

Sumarstörf hjá Þjónustumiðstöð Kópavogs
Sumarstörf - Kópavogsbær

Getum bætt við okkur vönum véla- og verkamönnum
GH Gretarsson

Sumarstörf - þjónustustöð og vinnuflokkur á Suðurlandi
Vegagerðin

Vanur innréttingar sprautari óskast
Parki

Starfsmaður á verkstæði / Car mechanic
KúKú Campers Ehf.

Yfirflokkstjóri í Vinnuskóla
Sumarstörf - Kópavogsbær

Starfsmaður í malbikun og almenna jarðvinnu
Grjótgarðar ehf

Verkamaður í sumarstarf
PRO-Garðar ehf.

Sumarstörf í lagna- og timburafgreiðslu BYKO Suðurnes
Byko

Experienced construction worker - Byggingaverkamaður óskast
Einingaverksmiðjan

Vörubílstjóri
Grafa og Grjót ehf.

Ljósleiðaratæknimaður - Norðurland
Netkerfi og tölvur ehf.