Netkerfi og tölvur ehf.
Netkerfi og tölvur ehf.
Netkerfi og tölvur ehf.

Ljósleiðaratæknimaður - Norðurland

Netkerfi og tölvur óska eftir að ráða öflugan ljósleiðaratæknimann í teymi ,,tengjara" hjá félaginu, en Netkerfi sinna m.a. allri ljósleiðaratengivinnu fyrir fjarskiptafélagið Tengir á norðurlandi eystra.

Starfið er fjölbreytt og geta verkefni komið upp við ýmsar aðstæður. Við leitum því eftir jákvæðum og lausnamiðuðum einstakling sem hefur gaman af bæði auðveldum og krefjandi verkefnum!

Vinnutíminn er frá kl. 08:00 til kl. 16:00 virka daga, en mikilvægt er að tæknimenn séu reiðubúnir til og hafi kost á að vinna yfirvinnu. Tæknimenn sinna bæði skipulögðum verkefnum utan starfstöðvar á Akureyri og eins óvæntum verkefnum t.d. þegar bregðast þarf við vegna tjóns á fjarskiptakerfum.

Tæknimenn vinna samkvæmt verkferlum og mikilvægt er að allir starfsmenn gangi í takt hvað það varðar, séu lausnamiðaðir og leiti ávallt leiða til að bæta verklag.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ljósleiðaratengingar 
  • Mælingar á ljósleiðara 
  • Skráningar á tengivinnu, mælingum o.fl.
  • Uppsetning fjarskiptastöðva og fjarskiptabúnaðar
  • Heimsóknir hjá viðskiptavinum: Ljósleiðaratæknimenn geta klárað tengingar inn til notenda, sett upp inntaksbox fyrir ljósleiðara og fleira samkvæmt þörfum viðskiptavina.

Einnig möguleg verkefni - ef áhugi og reynsla aðila býður upp á slíkt: 

  • Hönnun á fjarskiptatengingum: Hönnun og teikningar á línubókhaldi í samvinnu við aðra hönnuði. 
  • Verkefnastjórn: Ljósleiðaratæknimenn með reynslu af verkefnastjórn, verkstjórn eða af því að vera hópstjórar eru sérstaklega hvattir til að sækja um. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af ljósleiðaratengingum
  • Góð tölvukunnátta
  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. raf- eða rafeindavirkjun kostur
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði við störf
  • Skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt sem og í teymi 
  • Ökuréttindi
Fríðindi í starfi

Fjölmörg! 

Advertisement published5. March 2025
Application deadline21. March 2025
Salary (monthly)1 - 2 kr.
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Fjölnisgata 6, 603 Akureyri
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Driver's license (B)PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Electronic technicsPathCreated with Sketch.ElectricianPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Meticulousness
Professions
Job Tags