Vegagerðin
Vegagerðin
Vegagerðin

Sumarstörf - þjónustustöð og vinnuflokkur á Suðurlandi

Ert þú að leita að fjölbreyttu og spennandi starfi þar sem þú færð að njóta útiveru? Við erum að leita að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að ganga til liðs við okkur.
Opið er fyrir umsóknir um sumarstörf á þjónustustöðinni Vík og í vinnuflokki á Suðurlandi
Vinsamlegast takið fram í umsókn undir athugasemdum á hvor staðnum viðkomandi sækir um.

Helstu verkefni og ábyrgð

Vinnuhópar eru starfræktir á þjónustustöðvum Vegagerðarinnar yfir sumartímann og sinna þeir almennu viðhaldi vegsvæða. 

  • Vinna við umferðarmerki, vegvísa, stikur, málningarvinna 
  • Holuviðgerðir, ristahlið, hreinsun vegsvæðis
  • Tiltekt og viðhald í áhaldahúsi og lóð
  • Önnur tilfallandi störf er upp kunna að koma hverju sinni

Vinnuflokkurinn sér um viðhald brúa á suður- og austurlandi þar sem Vegagerðin er veghaldari. 

  • Meðal verka er einnig vinna við smíði, steypu- múr og stál og önnur störf sem viðkomandi kunna að vera falin af yfirmanni og falla innan eðlilegs starfssviðs hans. 
  • Starfsmenn vinnuflokka vinna almennt á virkum dögum, nokkuð langa vinnudaga þar sem önnur hvor vika er styttri en hin. Þegar svo ber undir gæti þurft að vinna í 10 daga úthaldi. 
  • Vinnuflokkar eru hluti af viðbragðskerfi samfélagsins vegna náttúruhamfara og geta verið kallaðir til starfa með stuttum fyrirvara þegar brýr verða fyrir skemmdum vegna flóða.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Almenn menntun
  • 18 ára eða eldri 
  • Almennt ökuskírteini
  • Góð öryggisvitund
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og hæfni að vinna í hóp
  • Góð kunnátta í íslensku eða ensku
Advertisement published25. February 2025
Application deadline10. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
Smiðjuvegur 13, 870 Vík
Type of work
Professions
Job Tags