
Smáraskóli
Smáraskóli er heildstæður grunnskóli fyrir börn frá 1. – 10. bekk. Hann er staðsettur við Dalsmára 1, í næsta nágrenni við íþróttahúsið í Smáranum.
Í skólastarfinu hefur menntun og mannrækt ætíð verið höfð að leiðarljósi en Smáraskóli er skóli þar sem öllum á að líða vel, jafnt börnum, starfsmönnum og foreldrum. Gildin sem Smáraskóli byggir starf sitt á endurspeglast í einkunnarorðum skólans og ýta undir jákvæðan skólabrag. Einkunnarorðin eru virðing, vöxtur, viska og víðsýni. Við viljum að jafnvægi, kurteisi og virðing einkenni samskipti allra í skólasamfélaginu. Við einbeitum okkur að mannrækt og leggjum okkur fram við að skapa gott skólastarf og gott skólaumhverfi.

Stuðningsfulltrúi Smáraskóla til vors
Stuðningsfulltrúar óskast til starfa í Smáraskóla.
Smáraskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa. Um er að ræða 75% starf.
Ráðningin er út skólaárið 2024-2025
Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 510 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er staðsettur neðst í Kópavogsdal í fallegu umhverfi nálægt íþróttamannvirkjum og fjölbreyttri og fallegri náttúru. Í skólanum er áhersla á teymiskennslu og gott samstarf nemenda og starfsmanna. Einkunnarorð skólans eru; virðing, vöxtur, viska og víðsýni.
Viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vinna með nemendum undir verkstjórn kennara
- Leiðbeina börnum í leik og starfi
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi skóla og frístundaheimilisins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og áhugi á starfi með börnum.
- Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Vera skipulagður, geta sýnt sjálfstæði og frumkvæði.
- Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.
- Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg.
- Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Advertisement published7. March 2025
Application deadline16. March 2025
Language skills

Required
Location
Dalsmári 1, 201 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Leikskólar LFA - Viltu vera með ?
LFA ehf.

Stuðningfulltrúi í Hvassaleitisskóla !
Hvassaleitisskóli

Frístundaleiðbeinandi í Lindaskóla
Lindaskóli

Viltu vinna með litlum snillingum? Við leitum að kennara
Leikskólinn Sjáland

Kennari í Andabæ
Borgarbyggð

Íþróttafræðingur óskast á til starfa
Eir hjúkrunarheimili

Urriðaholtsskóli óskar eftir deildarstjórum á leikskólastig
Urriðaholtsskóli

Starfsfólk óskast í sumarfrístund Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Sérkennari/stuðningsfulltrúi óskast í leikskólann Nóaborg
Leikskólinn Nóaborg

Menntasvið Kópavogs leitar að leiðtoga grunnskóladeildar
Kópavogsbær