
Stekkjaskóli
Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Fyrsti áfangi nýbyggingar skólans var tekinn í notkun í mars 2023 og 2. áfangi var tekinn í notkun í janúar 2025. Næsta haust er gert ráð fyrir um 380 nemendum í 1.-8. bekk. Fullbyggður verður skólinn fyrir um 500 nemendur í 1.-10. bekk.
Stekkjaskóli er hannaður og byggður sem teymiskennsluskóli, með vel skipulögðum árgangasvæðum, góðum list- og verkgreinastofum, glæsilegu bókasafni og náttúrufræðistofu með stórum gróðurskála. Byggingin þykir með glæsilegri skólabyggingum á landinu.
Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.
Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af menntastefnu Árborgar sem byggir á hugmyndinni um skólann sem lifandi lærdómssamfélag.

Aðstoðarmatráður
Stekkjaskóli óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð í 80% starfshlutfall frá og með 1. ágúst 2025.
Aðstoðarmatráður starfar í nýju og fullkomnu framleiðslueldhúsi skólans, undirbýr og matreiðir máltíðir samkvæmt fyrirmælum yfirmanns mötuneytis. Starfar samkvæmt lögum og reglugerð sem við eiga og samkvæmt stefnu Sveitarfélagsins Árborgar.
Leitað er að metnaðarfullum, barngóðum og jákvæðum einstaklingi.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að undirbúa, matreiða, baka, framreiða og ganga frá og þrífa að loknu starfi
- Tekur á móti hráefnum, meðhöndlar það til geymslu, vinnur það fyrir matreiðslu og matreiðir eftir þörfum á viðeigandi hátt
- Sér um að skera niður ávexti fyrir nemendur, kaffiveitingar fyrir starfsmenn og frágang
- Leysir matráð af sé þess óskað af yfirmanni
- Sinnir þeim verkefnum er varðar eldhús sem yfirmaður felur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun, reynsla og/eða þekking af starfi í mötuneyti æskileg
- Frumkvæði, metnaður, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Þekking á næringarfræði
- Færni í mannlegum samskiptum
Advertisement published18. March 2025
Application deadline31. March 2025
Language skills

Required
Location
Heiðarstekkur 10
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsAmbitionIndependencePlanning
Professions
Job Tags
Other jobs (5)
Similar jobs (12)

Eldhús og þjónustustarf
Mömmumatur.is

Line Cook/intern
Kopar Restaurant

Uppvaskari/Dishwasher 08:00-16:00 monday - friday
Rétturinn ehf.

Starfsmaður í uppvask og létt eldhússtörf
Heima Bistro ehf

Matreiðslumaður (Chef) óskast til starfa
Northern Light Inn

Viltu verða djúsari? (Fullt starf )
Joe & the juice

Viltu verða djúsari? (Hlutastarf Miðvikudagshádegi & Helgar)
Joe & the juice

Starfsfólk í eldhús óskast
Korpa & Holtið Klúbbhús

Matreiðslumaður / Chef
Vök Baths

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur

Matreiðslumaður í tímabundið starf
Samskip

Matreiðslunemi óskast.
Fiskfélagið