

Aðstoðarskólastjóri óskast við Flataskóla
Flataskóli auglýsir eftir metnaðarfullum aðstoðarskólastjóra sem hefur farsæla starfsreynslu úr skólastarfi og er tilbúinn til að starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólans í samrýmdu teymi stjórnenda frá og með 1. ágúst 2025. Um er að ræða 100% starf.
Í Flataskóla starfa um 300 nemendur í 1. - 7. bekk og um 50 starfsmenn. Þar ríkir faglegur metnaður og námsmenning leiðsagnarnáms er þar leiðandi. Skólinn er einnig Réttindaskóli Unicef og rík áhersla er lögð á jákvæð og uppbyggileg samskipti milli allra aðila skólasamfélagsins.
Gott andrúmsloft, umhyggja og góður námsárangur er sameiginlegur metnaður starfsfólks. Í skólanum er gott samstarf, þar ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi.
Sýn Flataskóla er að í skólanum sé ýtt undir seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd nemenda og starfsfólks. Námið í skólanum er áhugavert, gerðar eru skýrar væntingar til nemenda og öllum gert kleift að vaxa.
Áhersla á S-in fimm seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd á að vera sýnileg í öllu okkar starfi.
- Stýrir daglegu skólastarfi í samvinnu við skólastjóra og aðra stjórnendur, er staðgengill skólastjóra
- Tekur þátt í þróun skólastarfsins og mótun skólastefnunnar í samræmi við lög og reglugerðir, Aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Garðabæjar
- Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila innan og utan skólans
- Vinnur að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins
- Skipuleggur og vinnur að starfsþróun starfsmanna skólans í samráði við skólastjóra
- Vinnur með foreldrafélagi að samvinnu heimilis og skóla
- Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum
- Leyfisbréf til kennslu og reynsla af kennslu á yngra og/eða miðstig (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 60 námseiningar í uppeldis- og kennslufræðigreinum
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða reynsla af stjórnun
- Þekking og áhugi á leiðsagnarnámi
- Farsæl reynsla af úrlausnum nemendamála og foreldrasamskiptum
- Reynsla af þátttöku í skólaþróunarverkefnum og teymisvinnu
- Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Góð tölvukunnátta
- Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
- Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Árshátíð er starfsmönnum að kostnaðarlausu
- Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn












