Flataskóli
Flataskóli
Flataskóli

Aðstoðarskólastjóri óskast við Flataskóla

Flataskóli auglýsir eftir metnaðarfullum aðstoðarskólastjóra sem hefur farsæla starfsreynslu úr skólastarfi og er tilbúinn til að starfa eftir stefnu og framtíðarsýn skólans í samrýmdu teymi stjórnenda frá og með 1. ágúst 2025. Um er að ræða 100% starf.

Í Flataskóla starfa um 300 nemendur í 1. - 7. bekk og um 50 starfsmenn. Þar ríkir faglegur metnaður og námsmenning leiðsagnarnáms er þar leiðandi. Skólinn er einnig Réttindaskóli Unicef og rík áhersla er lögð á jákvæð og uppbyggileg samskipti milli allra aðila skólasamfélagsins.

Gott andrúmsloft, umhyggja og góður námsárangur er sameiginlegur metnaður starfsfólks. Í skólanum er gott samstarf, þar ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi.

Sýn Flataskóla er að í skólanum sé ýtt undir seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd nemenda og starfsfólks. Námið í skólanum er áhugavert, gerðar eru skýrar væntingar til nemenda og öllum gert kleift að vaxa.

Áhersla á S-in fimm seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd á að vera sýnileg í öllu okkar starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýrir daglegu skólastarfi í samvinnu við skólastjóra og aðra stjórnendur, er staðgengill skólastjóra
  • Tekur þátt í þróun skólastarfsins og mótun skólastefnunnar í samræmi við lög og reglugerðir, Aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Garðabæjar
  • Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagaðila innan og utan skólans
  • Vinnur að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins
  • Skipuleggur og vinnur að starfsþróun starfsmanna skólans í samráði við skólastjóra
  • Vinnur með foreldrafélagi að samvinnu heimilis og skóla
  • Sinnir þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu og reynsla af kennslu á yngra og/eða miðstig (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Að lágmarki 60 námseiningar í uppeldis- og kennslufræðigreinum
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða reynsla af stjórnun
  • Þekking og áhugi á leiðsagnarnámi
  • Farsæl reynsla af úrlausnum nemendamála og foreldrasamskiptum
  • Reynsla af þátttöku í skólaþróunarverkefnum og teymisvinnu
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Góð tölvukunnátta
Hlunnindi í starfi
  • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
  • Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Árshátíð er starfsmönnum að kostnaðarlausu
  • Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn
Advertisement published17. March 2025
Application deadline31. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.TeachingPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags