Leikskólinn Krílakot
Leikskólinn Krílakot
Leikskólinn Krílakot

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir sérkennslustjóra

Leikskólinn Krílakot auglýsir eftir sérkennslustjóra í 90% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.Leikskólinn Krílakot er 5 deilda leikskóli á Dalvík. Leikskólinn Krílakot er heilsueflandi leikskóli sem vinnur eftir aðferðum Uppeldi til ábyrgðar. Önnur verkefni eru Lubbi finnur málbein, Orðaleikur, Grænfáni, útikennsla og stærðfræði.

Gildi Krílakots eru Gleði – Sköpun – Þor og má kynna sér starf Krílakots hér.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur yfirumsjón með að áherslum annarra sérfræðinga sé fylgt eftir ásamt skýrslu gerð.
  • Samstarfi við foreldra nemenda sem njóta sérkennslu í leikskólanum og situr fundi og samtöl með þeim.
  • Veitir foreldrum nemenda sem njóta stuðnings, fræðslu og ráðgjöf.
  • Er tengiliður leikskólans í farsæld barna.
  • Veitir ráðgjöf til starfsmanna.
  • Gerir frumprófun vegna frávika í þroska nemenda og sendir beiðni á sérfræðinga.
  • Ber ábyrgð á að gera einstaklingsnámskrár
  • Verkstýrir og leiðbeinir starfsmönnum sem koma að sérkennslu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þroskaþjálfi / sérkennari
  • Þekking og reynsla á leikskólastigi æskileg.
  • Starfsreynsla við sérkennslu.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra.
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 https://www.rannis.is/media/islenskukennsla/Evropski-tungumalaramminn.pdf
  • Hreint sakavottorð.
Advertisement published21. March 2025
Application deadline6. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Karlsrauðatorg 23, 620 Dalvík
Type of work
Professions
Job Tags