Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í hjúkrun með sérþekkingu á hjúkrun sjúklinga með krabbamein.
Sérfræðingur í hjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu s.s. í klíník, við kennslu, fræðslu og ráðgjöf, við þróunar-, gæða- og rannsóknarstörf sem og vera leiðandi í sinu sérsviði. Starfið felur enn fremur í sér uppbyggingu og skipulagningu á þverfaglegri þjónustu við einstaklinga með krabbamein og þeirra fjölskyldur í samvinnu við lækna deildarinnar og deildarstjóra
Á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga er veitt fjölbreytt og sérhæfð þjónusta fyrir einstaklinga með krabbamein. Mikil áhersla er á teymisvinnu. Góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til vaxtar í starfi. Unnið er markvisst með uppbyggingu deildarinnar og samstarf/teymisvinnu starfsstétta.
Ráðið er í starfið frá 1. janúar 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi.