Aðstoðardeildarstjóri á rannsóknarkjarna
Laus til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra á rannsóknarkjarna Landspítala. Við leitum eftir metnaðarfullum lífeindafræðingi sem hefur áhuga á teymisvinnu, verkefnastjórnun, umbóta- og gæðastarfi og er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni á fjölbreyttri deild. Aðstoðardeildarstjóri heyrir undir deildarstjóra rannsóknarkjarna. Unnið er í dagvinnu og er starfið laust frá 1. janúar 2025 eða eftir samkomulagi.
Á rannsóknarkjarna starfa á annað hundrað einstaklingar og þar fara fram greiningar, rannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í blóðmeinafræði og klínískri lífefnafræði, auk þess rekur rannsóknarkjarni víðtæka blóðtökuþjónustu innan og utan Landspítala. Þá leggjum við ríka áherslu á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart vinnustaðnum og samstarfsfólki.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.