Hjúkrunarfræðingur - Áhugavert starf á útskriftardeild Landakoti
Við óskum eftir hjúkrunarfræðingi sem hefur áhuga á útskriftarmálum aldraðra og fjölskylduhjúkrun. Í boði er áhugavert starf fyrir framsækinn, hugmyndaríkan og lausnamiðaðan hjúkrunarfræðing. Viðkomandi þarf að búa yfir góðri samskiptahæfni, hafa brennandi áhuga á framþróun þjónustu og bættum ferlum og eiga auðvelt með að starfa í teymi.
Meginhlutverk er útfærsla á þjónustuþörf sjúklinga til að efla búsetu í heimahúsum. Viðtöl við aðstandendur, fræðsla og samþætting þjónustu eftir útskrift. Mikil samskipti eru við stoðstéttir innan spítalans og aðrar stofnanir og góð tækifæri í vinnslu verkferla og skipulags. Hjúkrunarfræðingur vinnur náið með deildarstjóra.
Á deildinni starfa um 60 einstaklingar í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi. Starfshlutfall er 80-100% og er upphaf starfa og vinnufyrirkomulag samkomulag. Ef áhugi er fyrir hendi er hægt að taka vaktir meðfram þessari vinnu en ekki nauðsyn. Er því vaktavinna valkvæð.