Umsjónarmaður aðstoðarfólks á bráðamóttöku
Bráðamóttakan í Fossvogi leitar eftir þjónustuliprum einstaklingi til að leiða hóp aðstoðarmanna á deildinni. Um er að ræða nýtt starf á krefjandi og spennandi vinnustað sem felur í sér umsjón með öflugum starfsmannahópi í samráði við aðra stjórnendur deildarinnar. Viðkomandi þarf að hafa mikla samskiptahæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Bráðamóttakan sinnir móttöku bráðveikra og slasaðra einstaklinga þar sem hver dagur er ólíkur þeim næsta og metnaður og umhyggja fyrir skjólstæðingum eru í fyrirrúmi. Unnið er að hluta til á vöktum og um helgar í samráði við stjórnendur. Starfshlutfall er 100% og er gert ráð fyrir að starfið skiptist í u.þ.b. 60% verkefnavinnu og 40% klíníska vinnu.
Um er að ræða ótímabundna ráðningu með 6 mánaða reynslutíma. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun janúar 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi.