Hjúkrunarfræðingur - HERA sérhæfð líknarþjónusta
Leitum eftir öflugum hjúkrunarfræðingi sem vill ganga til liðs við okkur í HERU sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Á deildinni ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði, metnaði, skipulagi og sveigjanleika. Starfshlutfall er 80-100% og er starfið laust frá 1. janúar 2025 eða samkvæmt samkomulagi. Unnið á vöktum alla daga frá kl. 8-16 eða kl. 13-21, bakvaktir eru síðan frá kl. 21-8. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða aðlögun.
HERA veitir sjúklingum með langt gengna ólæknandi sjúkdóma sérhæfða þjónustu sem miðar að því að gera þeim kleift að vera sem lengst heima sem og þeim sem óska þess að deyja heima. HERA er staðsett að Kópavogsgerði 4 í Kópavogi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.