

Sérfræðingur í fjárreiðudeild – Fjármálasvið
Sérfræðingur óskast í fullt starf í fjárreiðudeild hjá Hafnarfjarðarbæ. Um er að ræða spennandi starf í krefjandi og metnaðarfullu starfsumhverfi. Í fjárreiðudeild vinna nú tveir starfsmenn auk deildarstjóra. Fjárreiðudeild er ein fimm deilda inn á fjármálasviði, hinar eru hagdeild, bókhalds- og uppgjörsdeild, launadeild og innkaupadeild. Á fjármálasviði starfa 20 starfsmenn.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Umsjón og fyrirsvar vegna þjónustugjalda Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækja bæjarins
- Umsjón og yfirferð skráninga frístundagjalda
- Umsjón með greiðslum til umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttamanna
- Umsjón og eftirlit með kröfum í milli- og löginnheimtu
- Utanumhald og eftirlit með greiðslulausnum bæjarins
- Upplýsingagjöf og ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna
- Vinna við umbætur í rekstri og sjálfvirknivæðingu
- Úrvinnsla tölfræðilegra gagna og skýrslugerð
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Grunnháskólamenntun (BS/BA) í viðskiptafræði, hagfræði eða sambærilegt nám
- Reynsla af sambærilegu starfi
- Þekking á fjárhagskerfi er skilyrði
- Reynsla af Business Central (Navision) er æskileg
- Góð tölvukunnátta, þ.m.t. kunnátta í Word, Excel, Power BI og geta til að tileinka sér tækninýjungar
- Þekking og áhugi á stafrænni þróunarvinnu er æskileg
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Nákvæmni í vinnubrögðum og tölugleggni
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórey Hallbergsdóttir, deildarstjóri fjárreiðudeildar, [email protected]
Laun eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga.
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2025.
Greinargóð ferilskrá og kynningarbréf fylgi umsókn.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.





































