

Heimilisfræðikennari - Engidalsskóli
Engidalsskóli óskar eftir heimilisfræðikennara í 80% starf.
Engidalsskóli var stofnaður árið 1978, skólinn var sameinaður Víðistaðaskóla fyrir um áratug en endurheimti sjálfstæði sitt aftur haustið 2020 og er mikið uppbyggingarstarf í gangi. Skólinn er lítill og notalegur, hann sækja nemendur í 1.-7. bekk. Næsta vetur verða nemendur um 200.
Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti, samþættingu námsgreina og teymisvinnu. Skólinn er heilsueflandi, flaggar Grænfána og er að innleiða leiðsagnarnámi. Skólinn starfar samkvæmt stefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Við skólann er einstaklega skemmtileg skólalóð sem býður upp á fjölbreytta möguleika til leikja og útikennslu. Góður starfsandi og jákvæð samskipti eru meðal allra sem í skólanum starfa. Við leitum að fólki sem vill taka þátt í að byggja upp öflugt skólastarf með okkur.
Leiðarljós skólans eru: Ábyrgð - Virðing – Vellíðan
Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.engidalsskoli.is
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast heimilisfræði kennslu í 1. - 7. bekk
- Sjá um innkaup fyrir kennsluna og umsjón með heimilisfræðistofu
- Taka þátt í uppbyggingu skólans í samvinnu við stjórnendur
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Vinna samkvæmt stefnu skólans
- Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar - og hæfnikröfur:
- Leyfisbréf til kennslu
- Fagþekking á sviði heimilisfræði og heilsueflingar
- Jákvæðni og áhugi á að starfa með börnum og ungmennum í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Stundvísi og samviskusemi
Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Halldórsdóttir, skólastjóri, [email protected] í síma 555-4433.
Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2025.
Greinargóð ferilskrá og leyfisbréf fylgi umsókn.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.












































