Flataskóli
Flataskóli
Flataskóli

Flataskóli leitar eftir atferlisfræðingi

Flataskóli leitar eftir atferlisfræðingi, skólaárið 2025-2026. Um er að ræða 80-100% starf þar sem unnið er með nemendum. Möguleiki er að hefja störf fyrr ef áhugi er fyrir því.

Í Flataskóla starfa um 300 nemendur í 1. - 7. bekk og um 50 starfsmenn. Þar ríkir faglegur metnaður og námsmenning leiðsagnarnáms er þar leiðandi. Skólinn er einnig Réttindaskóli Unicef og rík áhersla er lögð á jákvæð og uppbyggileg samskipti milli allra aðila skólasamfélagsins.

Gott andrúmsloft, umhyggja og góður námsárangur er sameiginlegur metnaður starfsfólks. Í skólanum er gott samstarf, þar ríkir góður starfsandi og boðið er upp á gott starfsumhverfi.

Sýn Flataskóla er að í skólanum sé ýtt undir seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd nemenda og starfsfólks. Námið í skólanum er áhugavert, gerðar eru skýrar væntingar til nemenda og öllum gert kleift að vaxa.

Áhersla á S-in fimm seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd á að vera sýnileg í öllu okkar starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjálfun og utanumhald nemenda með hegðunarfrávik
  • Gerð áætlana, þjálfun, vinna með félagsfærni og aðlögun námsaðstæðna í samvinnu við fagfólk, stuðningsfulltrúa og foreldra
  • Ráðleggja fagfólki varðandi úrræði fyrir nemendur með hegðunarvanda
  • Halda utan um skráningu, þjálfun og endurmat nemenda
  • Funda reglulega með teymum nemenda til að fara yfir stöðu þeirra t.d. markmið í áætlunum, endurmat og ákvörðun um framvindu þjálfunar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Atferlisráðgjafamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. evrópska tungumálarammanum
  • Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Frumkvæði og góð færni í að starfa í teymi
  • Þolinmæði og afbragðs hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Reynsla af starfi með nemendum með hegðunarfrávik er æskileg
Advertisement published20. March 2025
Application deadline31. March 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags