Stóru-Vogaskóli
Stóru-Vogaskóli

Stóru-Vogaskóli auglýsir eftir aðstoðarskólastjóra

Stóru-Vogaskóli leitar að aðstoðarskólastjóra tímabundið skólaárið 2025-2026 vegna námsleyfis. Í skólanum eru um 220 nemendur í 1.-10. bekk í ört stækkandi sveitarfélagi. Lögð er áhersla á fjölbreytt, metnaðarfullt og skapandi skólastaf. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki.

Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er Grænfána, UNESCO og Erasmus+ skóli.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoð við daglegan rekstur skólans
  • Stjórnun og stuðningur við kennara og annað starfsfólk
  • Samskipti við nemendur og foreldra
  • Þátttaka í stefnumótun og þróun skólastarfs
  • Önnur verkefni í samráði við stjórnendateymi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu
  • Reynsla og /eða menntun í skólastjórnun er æskileg
  • Góð tölvukunnátta, mjög góð þekking á Mentor, upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
  • Reynsla og þekking af stundatöflugerð er æskileg
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, lausnamiðun og hæfni til að vinna í teymi
  • Frumkvæði, sjálfstæði, skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður
Advertisement published21. March 2025
Application deadline11. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Tjarnargata 2, 190 Vogar
Type of work
Professions
Job Tags