Stóru-Vogaskóli
Stóru-Vogaskóli

Stóru-Vogaskóli auglýsir eftir kennurum og starfsfólki

Stóru-Vogaskóli í Vogum við Vatnsleysuströnd leitar að skapandi, faglegum og áhugasömum kennurum og starfsfólki í eftirfarandi stöður fyrir skólaárið 2025-2026:

  • Umsjónarkennara á öll stig
  • Verkgreinakennara í smíði
  • Dönskukennara
  • Íþrótta- og sundkennara
  • Sérkennara
  • Bókasafnskennara/Bókasafnsfræðing í 50% með möguleika á almennri kennslu í 50% stöðu
  • Náms- og starfsráðgjafa eða nemendaráðgjafa í 50% með möguleika á kennslu í 50% stöðu

Í Stóru-Vogaskóla eru um 220 nemendur í 1.-10. bekk í stækkandi sveitarfélagi. Lögð er áhersla á fjölbreytt, metnaðarfullt og skapandi skólastarf, þar sem sveigjanleiki og gott starfsumhvefi er í forgangi. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endurspeglast í daglegu starfi. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki.

Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er Grænfána, UNESCO og Erasmus+ skóli.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu
  • Önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla á teymiskennslu æskileg
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Góð tölvukunnátta, góð þekking á Mentor, upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í kennslu og starfi
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. samevrópskum tungumálaramma
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnður
  • Ábyrgð og stundvísi
  • Áhugi á að starfa með börnum
Advertisement published21. March 2025
Application deadline4. April 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Tjarnargata 2, 190 Vogar
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.LibrarianPathCreated with Sketch.TeacherPathCreated with Sketch.Job/school counselor
Professions
Job Tags