Akademias
Akademias
Akademias

Stofnun fyrirtækis og upphaf reksturs

Ertu með frábæra hugmynd sem þig langar að útfæra? Ertu með næsta Post-it© í kollinum? Skelltu þér þá í að stofna nýjan rekstur! Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í þá þætti sem þarf að horfa til þegar rekstur er stofnaður utan um hugmynd. Val á rekstrarformi, skráningar, hluthafasamkomulag og kaupréttir. Leiðbeinandinn er Ævar Hrafn frá KPMG sem elskar að veita frumkvöðlum góð ráð.

Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið er um stofnun fyrirtækja, val á rekstrarformi, hvað þarf að gera, hvernig og hvað það kostar. Einnig um sölu og fjármögnum og önnur atriði sem gott er að hafa í huga við upphaf reksturs, svo sem hluthafasamkomulag, kaupréttarsamninga, áreiðanleikakannanir og fleira.

Fyrir hverja?
Fyrir þá sem eru að stofna til nýs rekstrar eða eru með hugmynd og langar að hefja rekstur.


Námskaflar og tími:
 • Kynning - 8 mínútur
 • Val á rekstrarformi - inngangur - 2 mínútur
 • Rekstrarform - einstaklingsrekstur - 6 mínútur
 • Rekstrarform - sameignarfélög og félagasamtök - 7 mínútur
 • Rekstrarform - hlutafélög - 9 mínútur
 • Rekstrarform - samantekt - 3 mínútur
 • Stofnun einkahlutafélags - rafræn skráning hjá Skattinum og samþykktir - 7 mínútur
 • Skipurit - 6 mínútur
 • Bókhald og skráningar - 6 mínútur
 • Fjármögnun félaga og úttektir eigenda - 7 mínútur
 • Hluthafasamkomulag - 4 mínútur
 • Kaupréttasamningar - 10 mínútur
 • Áreiðanleikakannanir - 5 mínútur
 • Að lokum - 3 mínútur
Heildarlengd:
83 mínútur

Textun í boði:
Íslenska

Leiðbeinandi:

Ævar Hrafn Ingólfsson

Ævar Hrafn Ingólfsson er lögfræðingur hjá KPMG. Hjá KPMG starfar Ævar Hrafn við lagalega ráðgjöf til fyrirtækja, þar á meðal ráðgjöf til nýsköpunarfyrirtækja.
Tegund
Fjarnám
Verð
24.000 kr.
Fáðu 10% afslátt af námskeiðinu. Smelltu á hnappinn hér að neðan og sláðu inn afsláttarkóðann við greiðslu: Alfred
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar