Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri

Rannsóknaraðferðir og tölfræðileg greining (RAT)

Sumarnámskeið hefst 3. júní og endar með lokaprófi (staðpróf) 15. ágúst. Til að þreyta lokaprófið sem gildir 60% af lokaeinkunn þarf að taka tvö heimapróf yfir önnina sem gilda hvort um sig 20%. Námskeiðið nær yfir 8 kennsluvikur. Í hverri viku kemur upptaka af fyrirlestri þar sem fjallað er um námsefni vikunnar. Einnig kemur dæmablað sem nemendur geta unnið sjálfir ásamt úrlausnum, útskýringar-myndbandi og æfingaprófi. Hægt verður að hitta kennara í opnum spurningatíma einu sinni í viku og eftir samkomulagi. Námskeiðið er sett upp sem fjarnám með mjög sveigjanlegum vinnutíma fyrir nemendur, námskeiðið ætti því að henta vel meðfram vinnu. Hægt verður að horfa á upptökur og leysa dæmablöð þegar hentar og heimaprófin verður hægt að taka hvenær sem er á viku tímabili.

Hefst
3. júní 2024
Tegund
Fjarnám
Verð
75.000 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar
Meira frá Símenntun Háskólans á Akureyri