Icepharma
Icepharma
Icepharma

Vörumerkjastjóri hjá Icepharma

Ertu tilbúin(n) að leiða þekkt vörumerki í kraftmiklu og heilsueflandi umhverfi?

Við á Heilsu- og íþróttasviði Icepharma leitum að skapandi og metnaðarfullum vörumerkjastjóra með brennandi áhuga á heilsueflingu og því að stuðla að bættum lífsgæðum fólks. Í starfinu felst ábyrgð á stýringu þekktra og leiðandi vörumerkja á íslenskum neytendamarkaði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skapa stefnu fyrir  fyrir vörumerki í fremstu röð, með forgangsröðun, áætlanagerð og markmiðasetningu að leiðarljósi
  • Gerð og eftirfylgni söluáætlana og byggja upp langvarandi samstarf við birgja og viðskiptavini
  • Þróa markaðsaðgerðir með öflugu markaðsteymi og greina sölutækifæri með gagnadrifinni nálgun
  • Eiga samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila til að tryggja að vörur og þjónusta séu í fremstu röð  
  • Skipuleggja innkaup og stjórna birgðum í samstarfi við systurfélagið Parlogis
  • Umsjón með kynningum og fræðslu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði viðskiptafræði, vörustjórnunar eða tengdu sviði
  • Reynsla af stýringu vörumerkja og eða sölu- og markaðsmálum er skilyrði
  • Starfsreynsla innan matvöru, apóteka og/eða heilsugeirans er æskileg
  • Góð samskiptahæfni og færni í teymisvinnu
  • Drifkraftur, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
  • Þekking og reynsla af áætlanagerð
  • Rík þjónustulund
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Framúrskarandi starfsumhverfi með heimsklassa mötuneyti
  • Heilsufyrirlestra og líkamsræktarstyrki til að efla þig
  • Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
  • Styrki úr Heilsusjóði Ósa til að efla heilbrigða starfsmenningu
  • Tækifæri til að vaxa og þróast innan leiðandi fyrirtækis á sínu sviði
Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur3. febrúar 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lyngháls 13/Krókh 14 13R, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar