Þýðandi í Skráningardeild á Lyfjasviði Icepharma
Við leitum að öflugum liðsmanni í lifandi starf í stoðþjónustu Skráningardeildar.
Í Skráningardeild starfar 15 manna teymi að því að skrá og viðhalda markaðsleyfum lyfja sem Icepharma hefur umboð fyrir, auk þess að sinna lyfjagát og annarri vinnu tengdri umsýslu lyfja og lækningatækja.
· Þýðingar og yfirlestur á lyfjatextum, fræðsluefni og öðru lyfja- og læknisfræðilegu efni
· Þýðingar og yfirlestur á textum vegna lækningatækja
· Þýðingar á útboðsgögnum
· Þýðingar og yfirlestur markaðsefnis fyrir lyf og lækningatæki
· Útbúa og setja upp texta fyrir samheitalyf
· Ráðgjöf og aðstoð við þýðingar og yfirlestur fyrir yfirstjórn Icepharma
· Þátttaka í umbótaverkefnum og teymisvinna á Lyfjasviði
· Önnur verkefni innan stoðþjónustu Skráningardeildar
· Menntun í líf- eða heilbrigðisvísindum
· Reynsla af þýðingum lyfjatexta og/eða reynsla af lyfjaskráningum
· Mjög góður skilningur og góð ritfærni á íslensku, ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli
· Drifkraftur, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
· Nákvæmni og samviskusemi
· Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
· Hollur matur í hádeginu
· Reglulegir heilsufyrirlestrar á vinnutíma
· Sérkjör á heilsuvörum, vítamínum og íþróttafatnaði
· Líkamsræktarstyrkir
· Styrkir úr heilsusjóði Ósa sem hvetur til heilsueflingar starfsmannahópa