Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Verkefnisstjóri í nemendaskrá

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í nemendaskrá á kennslusviði Háskóla Íslands.

Kennslusvið Háskóla Íslands fer með sameiginleg málefni sem varða kennslu og nám, svo sem inntöku og skráningu stúdenta, mat á námi, nemendaráðgjöf, kennslumál og próf.

Nemendaskrá Háskóla Íslands heldur skrá yfir umsækjendur og nemendur skólans og annast skrásetningu allra nemenda Háskólans og varðveitir gögn um náms­framvindu þeirra, skráningu í námskeið, próf og einkunnir. Skráin er sá grunnur sem allt skipulag háskólanámsins byggist á, svo sem stundaskrár, skipulag prófa og nemendatölfræði. Nemendaskrá er á 3. hæð Háskólatorgs og mun verkefnisstjórinn hafa aðsetur þar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka og afgreiðsla umsókna um nám frá innlendum sem erlendum umsækjendum
  • Samskipti við umsækjendur, nemendur og starfsfólk HÍ
  • Ráðgjöf og skráning á námsframvindu nemenda
  • Aðstoða við brautskráningu í samvinnu við deildir
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Gott vald á upplýsingatækni, s.s. Microsoft 365 umhverfi og vilji til að tileinka sér nýjungar á því sviði
  • Þjónustulund, sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Samstarfshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Auglýsing birt6. mars 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar