
Stjórnsýslu-og fjármálasvið
Múlaþing er sveitarfélag á Austurlandi með um 5.300 íbúum. Undir Múlaþing heyra Fljótsdalshérað, Djúpivogur, Borgarfjörður eystri og Seyðisfjarðarkaupstaður.
Stjórnsýslu-og fjármálasvið sér um atvinnu-og menningarmál, fjármál og stjórnsýslu sveitarfélagsins. Á sviðinu starfa um 40 starfsmanneskjur.

Verkefnastjóri innheimtu og fjárreiðu
Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra innheimtu og fjárreiðu á stjórnsýslu- og fjármálasviði Múlaþings.
Um er að ræða 80-100% framtíðarstarf. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf fljótlega eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er fjármálastjóri Múlaþings.
Verkefnastjóri innheimtu og fjárreiðu sinnir fjölmörgum málum í fjármáladeild Múlaþings, þar með talið verkefnastjórnun og vinnslu almennra innheimtumála og fasteignagjalda. Auk þess að vera með umsýslu tjóna og samskipti við tryggingafélög og aðra aðila varðandi trygginga og tjónamál.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórnun innheimumála sveitarfélagsins og undirfyrirtækja
- Umsýsla tryggingamála.
- Samskipti við tengda aðila vegna tjóna s.s. tryggingafélög, lögreglu, íbúa, starfsfólk ofl.
- Aðstoða gjaldkera Múlaþings og m.a. greiða reikninga í afleysingum.
- Skráning innheimtukrafna, vinnsla og frágangur í bókhaldi og reikningagerð sveitarfélagsins.
- Samskipti við aðila sem sjá um milliinnheimtu og lögheimtu.
- Skráning og afstemming fjárhagsupplýsinga.
- Greiningarvinna og aðstoð við gerð uppgjöra.
- Samskipti við viðskiptamenn og afstemmingar.
- Veita íbúum og öðrum sem til skrifstofunnar leita, faglega og góða þjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í fjármálatengdum greinum s.s. viðskiptafræði, hagfræði eða rekstrarfræði.
- Framhaldsmenntun kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Góð þekking og mikil reynsla af skrifstofuvinnu og bókhaldi skilyrði.
- Góð þekking og reynsla af fjárhagskerfinu Dynamics 365 Business Central (NAV).
- Samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður.
- Góð íslenskukunnátta, þekking á almennum tölvuforritum og almenn leikni í upplýsingatækni.
- Góð þjónustulund og öguð vinnubrögð.
Auglýsing birt28. febrúar 2025
Umsóknarfrestur16. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngás 12, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
AfstemmingDynamics NAVFrumkvæðiHagfræðingurMannleg samskiptiMetnaðurOpinber stjórnsýslaReikningagerðSjálfstæð vinnubrögðSkipulagVandvirkniViðskiptafræðingurÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Planning & Procurement Specialist
Coripharma ehf.

Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin

Verkefnastjóri véla og tækja
Þjónustustöð Mosfellsbæjar

Tæknilegur vöru- og verkefnastjóri hugbúnaðarlausna
Landspítali

Verkefnastjóri
Umbra - þjónustumiðstöð stjórnarráðsins

Verkefnastjóri öryggis og heilsu í framkvæmdum á Suðurlandi
Landsvirkjun

Policy Officers Internal Market Division VA 06/2025
EFTA Secretariat

Policy Officer Internal Market Division VA 05/2025
EFTA Secretariat

Vöru- og verkefnastjóri
Landspítali

Sérfræðingur í áhættugreiningu
Rio Tinto á Íslandi

Stafrænn vörustjóri - B2B
Bláa Lónið

Þjónustu og Verkefnastjóri í MICE
HL Adventure