Umbra - þjónustumiðstöð stjórnarráðsins
Umbra - þjónustumiðstöð stjórnarráðsins

Verkefnastjóri

Við leitum að drífandi einstaklingi sem hefur gaman af því að koma hlutum í verk og vinna í skapandi og sveigjanlegu umhverfi. Hjá Umbru færðu að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þar sem kvik verkefnastjórnun (e. agile) er lykillinn að árangri. Ef þú hefur metnað, góða samskiptahæfni og brennur fyrir skipulagi og skilvirkni, þá viljum við endilega heyra frá þér!

Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins veitir ráðuneytum og stofnunum fjölbreytta þjónustu á sviði upplýsingatækni og annars sameiginlegs reksturs. Starfsfólk Umbru er um 50 talsins, með fjölbreyttan bakgrunn og á það sameiginlegt að hafa gaman í vinnunni. Við trúum á frjótt og opið vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur rödd og áhrif. Starfsánægjan er mikil, andinn er góður og við viljum fá ferskar hugmyndir frá nýjum liðsfélögum.

Við erum í spennandi vegferð við að auka samrekstur, bæta tæknilega innviði og skapa umhverfi sem styður við aukna sjálfvirkni og samvinnu hjá ríkisaðilum. Framundan er áframhaldandi innleiðing og stuðningur við Microsoft 365 skýjalausnir með uppbyggingu öflugs þjónustukjarna sem stuðlar að skilvirkum og öruggum rekstri á upplýsingatækni ríkisins í góðu samstarfi við tæknibirgja.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Leiða verkefni og bera ábyrgð á framgangi þeirra
  • Vinna við skilgreiningu, afmörkun og skipulagningu verkefna í kvikri nálgun
  • Skjala þjónustuferla, leiðbeiningar og vörulýsingar
  • Annast upplýsingagjöf til innri og ytri hagsmunaaðila


Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking sem nýtist í starfi er kostur
  • Ögun í vinnubrögðum, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni
  • Metnaður til að ná árangri og hæfni til að tileinka sér nýjungar og breytingar
  • Þekking og/eða reynsla af kvikri verkefnastjórnun (e. agile)
  • Þjónustulund, rík samskiptahæfni og hæfni í teymisvinnu
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti


Umsóknarfrestur er til og með 17. mars 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf, hvort tveggja á íslensku, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

​​​​​​​Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og hlutaðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Svava Sandholt ([email protected]) og Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.

Auglýsing birt27. febrúar 2025
Umsóknarfrestur17. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skuggasund 1 , 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar