
Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði er stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Safnið starfar á landsvísu og leggur höfuðáherslu á söfnun, varðveislu, rannsóknir og miðlun menningarminja tengdum sögu síldveiða. Faglegum störfum er sinnt af metnaði, t.a.m skráningu safnkosts, umbótum á varðveisluaðstæðum safnkosts með uppbyggingu nýs safnhúss, rannsóknum, útgáfu, miðlun, fræðslu og heimildaöflun. Safnið leggur ríka áherslu á fræðslu fyrir skólahópa á öllum menntunarstigum, sem og móttöku annarra gesta og miðlun sögunnar.
Sýningar safnsins rúma um 2.500 fermetra og fjalla um þann kafla Íslandssögunnar sem oft hefur verið nefndur síldarævintýrið. Í allri sýningarhönnun er leitast við að gestir fái einstaka innsýn í horfinn heim síldarævintýrisins og geti að einhverju leyti gert sér í hugarlund hver aðbúnaður síldarkvenna, sjómanna og annars verkafólks var á síldarárunum. Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverðlaunin árið 2000 og Evrópuverðlaun safna árið 2004 sem besta nýja iðnaðarsafn Evrópu.

Verkefnisstjóri
Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði leitar að metnaðarfullum, drífandi og skipulögðum einstaklingi með áhuga á menningu og sögu í nýtt og spennandi starf verkefnisstjóra.
Starfið er fjölbreytt og felur í sér umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri Síldarkaffis, viðburðahaldi og þátttöku í fjölbreyttum verkefnum innan umfangsmikils safns. Um er að ræða fullt starf, og krefst það sveigjanleika til að vinna utan hefðbundins dagvinnutíma í tengslum við viðburði og gestamóttökur.
Við leitum að einstaklingi sem vinnur vel bæði sjálfstætt og í teymi, hefur skýra framtíðarsýn og nálgast verkefni af fagmennsku.
Menntunar- og hæfniskröfur
Hæfnikröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Skipulagshæfni og færni í sjálfstæðum vinnubrögðum
- Frumkvæði, jákvæðni, þjónustulipurð og góð samskiptahæfni
- Geta til að vinna undir álagi og sinna fjölbreyttum verkefnum samtímis
- Áhugi á sögu, menningu og safnastarfi
- Gott vald á íslensku og ensku, önnur tungumál kostur
- Reynsla af rekstri, veitinga- eða viðburðahaldi kostur
Fríðindi í starfi
Við bjóðum
- Einstakt starfsumhverfi í hjarta síldarsögunnar
- Skemmtilegt og metnaðarfullt samstarfsfólk
- Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að þróa starfið
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur7. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Snorragata 10, 580 Siglufjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (9)

Reyndur verkefnastjóri / Experienced PM
COWI

Forstöðumaður sjálfbærni
Reitir fasteignafélag

Ráðgjafi í launalausnum Kjarna
Origo hf.

Verkefnastjóri - Öryggisstjórnun
Öryggisstjórnun ehf.

Sölu- og þjónusturáðgjafi glerlausna
Kambar Byggingavörur ehf

VERKEFNASTJÓRI Í MARKAÐSTEYMI
Markaðsstofa Suðurlands

VERKEFNASTJÓRI VEITNA
Þingeyjarsveit

Verkefnastjóri á hönnunar- og framkvæmdadeild
Landspítali

Verkefnastjóri í jarðvinnu
ÍAV