
Markaðsstofa Suðurlands
Markaðsstofa Suðurlands er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja í ferðaþjónustu á Suðurlandi um ímyndarsköpun, þróun og markaðssetningu áfangastaðarins í heild. Markaðsstofan markar stefnu fyrir ferðaþjónustu innan landshlutans í gegnum áfangastaðaáætlun ásamt því að sinna fjölþættu kynningarstarfi og ráðgjöf til fyrirtækja varðandi markaðssetningu. Markaðsstofan kemur fram fyrir hönd landshlutans á ferðasýningum og kynningum innanlands og erlendis og með því eru kynningarmál samhæfð, gerð skilvirkari auk þess að minnka kostnað. Markaðsstofan sinnir hagsmunagæslu fyrir landshlutann þegar kemur að ferðamálum og á í góðu samstarfi við aðila innan svæðis, í öðrum landshlutum, ráðuneyti og opinberar stofnanir. Markaðsstofan vinnur einnig að því að skapa þekkingu, miðla upplýsingum og styðja við nýsköpun í ferðamálum í landshlutanum.

VERKEFNASTJÓRI Í MARKAÐSTEYMI
Markaðsstofa Suðurlands leitar að metnaðarfullum og drífandi aðila til að vinna að markaðsmálum áfangastaðarins Suðurlands í samræmi við stefnu.
Viðkomandi kemur að fjölmörgum og krefjandi verkefnum og verður hluti af skemmtilegum vinnustað. Starfið krefst ferðalaga um starfssvæðið og býður upp á sveigjanlegan vinnutíma.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og þátttaka í markaðs- og kynningarmálum
- Miðlun upplýsinga og samskipti við hagsmunaaðila
- Ábyrgð og aðkoma að markvissri og lifandi stafrænni miðlun í gegnum vef og samfélagsmiðla
- Greiningar og eftirfylgni markaðsaðgerða
- Ráðgjöf til fyrirtækja og sveitarfélaga
- Þátttaka í fjölbreyttum verkefnum vinnustaðarins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking á ferðaþjónustu og landshlutanum
- Reynsla og þekking á markaðsmálum og mörkun
- Reynsla af greiningum, áætlanagerð, og eftirfylgni
- Góð þekking á vefumsjón, samfélagsmiðlum og stafrænni markaðssetningu
- Hugmyndaauðgi, frumkvæði og sjálfstæði auk nákvæmni í vinnubrögðum
- Rík hæfni til samskipta og samstarfs
- Góð tæknileg hæfni
- Mjög góð færni í íslensku og ensku
- Búseta á Suðurlandi æskileg
Auglýsing birt11. mars 2025
Umsóknarfrestur26. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Tryggvagata 13, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaAuglýsingagerðÁætlanagerðFacebookFrumkvæðiHugmyndaauðgiInstagramMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðTeymisvinnaVandvirkniVefumsjónVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri - Öryggisstjórnun
Öryggisstjórnun ehf.

Sölu- og þjónusturáðgjafi glerlausna
Kambar Byggingavörur ehf

Sérfræðingur í kerfisrekstri í Microsoft-umhverfi
Landspítali

VERKEFNASTJÓRI VEITNA
Þingeyjarsveit

Markaðsfulltrúi
Rekstrarfélag Kringlunnar

Markaðsfulltrúi
Suzuki og Vatt - Bílaumboð

Lífland óskar eftir að ráða markaðsfulltrúa í 100% starf
Lífland ehf.

Viðskiptastjóri - Söluráðgjöf á Einstaklingssviði
Íslandsbanki

Sölu- og markaðsstjóri
Menni

Verkefnastjóri á hönnunar- og framkvæmdadeild
Landspítali

Verkefnastjóri í jarðvinnu
ÍAV

Content Writer / Textasmiður
Travelshift