
Kambar Byggingavörur ehf
Kambar eru ein sterk heild, sameinuð úr fjórum rótgrónum íslenskum framleiðslu-fyrirtækjum. Í sameiningu myndum við einn stærsta framleiðanda landsins á gluggum, hurðum, gleri og svalahandriðum fyrir íslenskar aðstæður.
Við búum yfir framúrskarandi íslensku hugviti og höfum áratugalanga reynslu af því að framleiða gæðavörur sem standast kröfuharðar íslenskar aðstæður. Sú þekking og handverk má ekki tapast úr íslenskum iðnaði.
Kambar leggja alla áherslu á að halda þessari ómetanlegu íslensku sérfræðiþekkingu innan landsteinanna. Þannig sköpum við störf, höldum virðisaukningunni innanlands og tryggjum að við getum áfram brugðist hratt við og átt í mjög góðu samtali við viðskiptavininn. Því á endanum snýst þetta allt um hann. Viðskiptavinurinn á skilið að geta valið íslenskar gæðavörur sem framleiddar eru með íslenskar aðstæður í huga.

Sölu- og þjónusturáðgjafi glerlausna
Sölu- og þjónusturáðgjafi glerlausna ber ábyrgð á daglegum verkefnum uppsetninga í glerlausnum, gæðaeftirliti sem og að vera í samskiptum við viðskiptavini.
Uppsetningarteymi Kamba heldur utanum ferlið frá A-Ö, allt frá mælingu að uppsetningu.
Kambar framleiða og setja upp sturtugler, spegla, veggi, handrið inni og úti og fleira úr gleri.
Glerverksmiðja Kamba sérsníðir gler eftir óskum og þörfum hvers viðskiptavinar.
Teymi Kamba er öflugt og býr yfir gríðargóðri þekkingu.
Góð laun eru í boði fyrir réttan aðila.
Kambar eru stoltir af sinni vöru og bjóða einar bestu lausnirnar á Íslandi í dag. Næg verkefni eru framundan og því um að ræða skemmtilega vinnu fyrir metnaðarfullan einstakling.
Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala
- Undirbúningur verkefna, birgðahald.
- Stýring og framkvæmd verkefna á verkstöðum
- Samskipti við verkkaupa og undirverktaka
- Gæðaeftirlit
- Leiða sín teymi áfram til vandaðra verka
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á byggingarsviði er kostur
- Góðir samskiptahæfileikar
- Samviskusemi og stundvísi
- Jákvætt hugarfar og sjálfstæð vinnubrögð
Auglýsing birt11. mars 2025
Umsóknarfrestur30. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Smiðjuvegur 2, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri - Öryggisstjórnun
Öryggisstjórnun ehf.

Uppsetning á gleri
Kambar Byggingavörur ehf

Starfsmaður í eignaumsýslu
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Verkefnastjóri / Verkstjóri
Múrkompaníið

VERKEFNASTJÓRI Í MARKAÐSTEYMI
Markaðsstofa Suðurlands

Full time job Windowcleaning
Glersýn

Sérfræðingur í kerfisrekstri í Microsoft-umhverfi
Landspítali

Experienced construction worker - Byggingaverkamaður óskast
Einingaverksmiðjan

Framleiðsla - Cement Production Workers
BM Vallá

VERKEFNASTJÓRI VEITNA
Þingeyjarsveit

Óskum eftir smiðum til starfa
MT Ísland

Viðskiptastjóri álglugga
Kambar Byggingavörur ehf