Kambar Byggingavörur ehf
Kambar Byggingavörur ehf
Kambar Byggingavörur ehf

Viðskiptastjóri álglugga

Kambar Byggingavörur leitar að viðskiptastjóra til að stýra og styðja að þróun framleiðslu og sölu á álgluggum til frekari vaxtar. Viðskiptastjóri stýrir rekstri og leiðir öflugt starfsfólk.

Megin áherslur eru sala á álgluggum, innkaup hráefnis, framleiðsla á gluggum og uppsetning þeirra.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með tilboðsgerð
  • Áætlanagerð framleiðslu og verktökum í uppsetningu
  • Leiða verkefni og bera ábyrgð á framgangi þeirra
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Skjala þjónustuferla, framleiðsluferla, leiðbeiningar og vörulýsingar
  • Skilgreina og hefja mælingar á helstu frammistöðuvísum
  • Náin samvinna með öðrum sviðsstjórum félagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Árangursrík stjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar.
  • Reynsla af störfum hjá byggingafélögum, framleiðslufélögum eða fyrirtækjum í skildum rekstri.
  • Færni í markmiðasetningu, áætlanagerð og framkvæmd umbótaverkefna.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  •  Mjög góð þekking á Excel.
  • Drifkraftur, jákvæðni og framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum.
Auglýsing birt10. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Smiðjuvegur 2, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Stundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar