

Sölu- og markaðsstjóri
Menni leitar að skipulögðum og framsýnum Sölu- og markaðsstjóra til að leiða sölu og markaðssetningu fyrirtækisins. Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki í að þróa og útfæra söluaðferðir, vinna í virkri og skipulagðri sölu til fyrirtækja og auka sýnileika Menni á markaði.
Starfið krefst frábærrar söluhæfni, frumkvæðis og færni í að miðla skilaboðum, bæði í beinum samskiptum og í gegnum stafrænar markaðsaðferðir. Viðkomandi mun njóta mikils sjálfstæðis og sveigjanleika í vinnu ásamt því að fá tækifæri til að vaxa með fyrirtækinu.
- Þróa og fínpússa söluaðferðir og kynningarefni fyrir lausnir Menni.
- Sjá um sölu lausna Menni til fyrirtækja.
- Skipuleggja og sjá um sölufundi, kynningar og viðskiptasambönd.
- Skrifa greinar og efni fyrir LinkedIn og aðra miðla til að efla sýnileika Menni.
- Huga að skapandi og árangursríkum markaðsaðferðum fyrir lausnir Menni.
- Vinna í nánu samstarfi við teymið til að móta stefnu í sölu og markaðssetningu.
- Byggja upp og þróa langtímasambönd við viðskiptavini og samstarfsaðila.
- Háskólamenntun sem tengist starfinu.
- Reynsla af sölu og viðskiptasamskiptum, sérstaklega í tæknigeiranum.
- Geta til að þróa og útfæra sölustrategíur sem skila árangri.
- Reynsla af markaðssetningu á stafrænum miðlum og efnissköpun.
- Reynsla af erlendri sölu og markaðssetningu.
- Færni í að búa til söluefni, kynningar og viðskiptatilboð.
- Hæfni til að leiða og loka sölusamningum með viðskiptavinum.
- Sterkir leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja og fræða aðra um nýjar tæknilausnir.
- Skilningur á gervigreindartækni, möguleikum hennar og notkun í rekstri og þjónustu.
-
Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni, sem og hæfni til að miðla tæknilegum upplýsingum til ólíkra hópa.
- Drifkraftur og frumkvæði til að finna og nýta ný tækifæri á markaði.
Í boði er spennandi starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað í miðbæ Reykjavíkur. Starfið býður upp á mikinn sveigjanleika, þar sem unnið er bæði á skrifstofu og að heiman, með áherslu á árangur frekar en fasta vinnutíma. Einnig er boðið upp á greidd bílastæði á vinnutímum og einstakt tækifæri til að vaxa með ört stækkandi fyrirtæki í fremstu röð gervigreindar-iðnaðarins.
Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl 2025.













