Menni
Menni
Menni

Sölu- og markaðsstjóri

Menni leitar að skipulögðum og framsýnum Sölu- og markaðsstjóra til að leiða sölu og markaðssetningu fyrirtækisins. Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki í að þróa og útfæra söluaðferðir, vinna í virkri og skipulagðri sölu til fyrirtækja og auka sýnileika Menni á markaði.

Starfið krefst frábærrar söluhæfni, frumkvæðis og færni í að miðla skilaboðum, bæði í beinum samskiptum og í gegnum stafrænar markaðsaðferðir. Viðkomandi mun njóta mikils sjálfstæðis og sveigjanleika í vinnu ásamt því að fá tækifæri til að vaxa með fyrirtækinu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þróa og fínpússa söluaðferðir og kynningarefni fyrir lausnir Menni.
  • Sjá um sölu lausna Menni til fyrirtækja.
  • Skipuleggja og sjá um sölufundi, kynningar og viðskiptasambönd.
  • Skrifa greinar og efni fyrir LinkedIn og aðra miðla til að efla sýnileika Menni.
  • Huga að skapandi og árangursríkum markaðsaðferðum fyrir lausnir Menni.
  • Vinna í nánu samstarfi við teymið til að móta stefnu í sölu og markaðssetningu.
  • Byggja upp og þróa langtímasambönd við viðskiptavini og samstarfsaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem tengist starfinu.
  • Reynsla af sölu og viðskiptasamskiptum, sérstaklega í tæknigeiranum.
  • Geta til að þróa og útfæra sölustrategíur sem skila árangri.
  • Reynsla af markaðssetningu á stafrænum miðlum og efnissköpun.
  • Reynsla af erlendri sölu og markaðssetningu.
  • Færni í að búa til söluefni, kynningar og viðskiptatilboð.
  • Hæfni til að leiða og loka sölusamningum með viðskiptavinum.
  • Sterkir leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja og fræða aðra um nýjar tæknilausnir.
  • Skilningur á gervigreindartækni, möguleikum hennar og notkun í rekstri og þjónustu.
  • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni, sem og hæfni til að miðla tæknilegum upplýsingum til ólíkra hópa.
  • Drifkraftur og frumkvæði til að finna og nýta ný tækifæri á markaði.
Fríðindi í starfi

Í boði er spennandi starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað í miðbæ Reykjavíkur. Starfið býður upp á mikinn sveigjanleika, þar sem unnið er bæði á skrifstofu og að heiman, með áherslu á árangur frekar en fasta vinnutíma. Einnig er boðið upp á greidd bílastæði á vinnutímum og einstakt tækifæri til að vaxa með ört stækkandi fyrirtæki í fremstu röð gervigreindar-iðnaðarins.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl 2025.

Auglýsing birt6. mars 2025
Umsóknarfrestur6. apríl 2025
Laun (á mánuði)700.000 - 1.300.000 kr.
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Pósthússtræti 5, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almannatengsl (PR)PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.Email markaðssetningPathCreated with Sketch.GervigreindPathCreated with Sketch.GreinaskrifPathCreated with Sketch.ÍmyndarsköpunPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sölumennska
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar