
RVK Bruggfélag / RVK Brewing Co
Vandað ehf. er framsækið og metnaðarfullt fyrirtæki sem framleiðir hágæða drykki undir vörumerkjunum RVK Bruggfélag / RVK Brewing Co. og skör artisan. Einnig rekur félagið bruggstofu undir merkjum RVK Bruggfélags í Tónabíó.
Reykjavík Bruggfélag (RVK Brewing Co.) handverksbrugghús varð til af hreinni og einfaldri ástríðu fyrir góðum bjór. Eftir að hafa starfað í mörg ár í fjármálageiranum í New York komst stofnandi okkar að sinni sönnu ástríðu; góður bjór. Og breiða út boðskapinn um góðan bjór á Íslandi. Í því skyni var RVK Bruggfélag stofnað árið 2017. Fyrstu bjórarnir komu á markað 2018 og höfum við síðan gert yfir 100 mismunandi bjóra í endalausri vegferð okkar að gæða handverksbjór.
Sagan af handverksbjór á Íslandi er frekar stutt. Sagan okkar er enn styttri, þó við höfum náð að áorka miklu á þessum stutta tíma. Við lögðum upp með að skrifa nokkra af næstu köflum í bjórsögu Íslands. Hráefnin eru öll hér. Ástríðan er öll hér.

Framkvæmdastjóri
RVK Bruggfélag / RVK Brewing Co leitar að drífandi og metnaðarfullum framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri mun hafa umsjón með daglegum rekstri, markaðsmálum og sölu, móta stefnu í samstarfi við eigendur og taka þátt í þróun á nýjum vörulínum sem koma á markað á næstu misserum.
Framundan eru spennandi tímar hjá fyrirtækinu og er hér á ferðinni frábært tækifæri fyrir réttan aðila til að móta stefnu, sækja fram og styrkja markaðsstöðu fyrirtækisins og vörumerkja þess.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur, skipulag og framkvæmd rekstraráætlana.
- Ábyrgð á markaðsmálum og sölu.
- Stefnumótun og þróun viðskiptatækifæra.
- Samskipti og eftirfylgni við birgja og samstarfsaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Árangursrík reynslu af rekstri, sölu- og markaðsmálum.
- Reynsla af dagvöru-, gosdrykkja- og/eða áfengismarkaði er kostur.
- Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni.
- Framsýni, drifkraftur og stefnumótandi hugsun.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í ræðu og riti.
Auglýsing birt6. mars 2025
Umsóknarfrestur16. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skipholt 31, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölu- og markaðsstjóri
Menni

FORSTÖÐUMAÐUR FRAMKVÆMDA
Skagafjörður

Verkefnastjóri í Viðskiptaþróun
Langisjór | Samstæða

Framkvæmdastjóri ungmennafélagsins Sindra
Aðalstjórn

Sölustjóri
Bacco Seaproducts

Rekstraraðili golfskála Golfklúbbs Suðurnesja
Golfklúbbur Suðurnesja

Rekstrar- og markaðsstjóri
Skíðaskálinn Hveradölum

Framkvæmdastjóri
Alva Capital ehf.

Rekstarstjóri á Þjórsársvæði
Landsvirkjun

Sumarstarf Akranesi
Bílaumboðið Askja

Markaðsstjóri
Golfsamband Íslands

Sölumaður, vímuefnarannsóknir
Frigg medica ehf.