Golfsamband Íslands
Golfsamband Íslands
Golfsamband Íslands

Markaðsstjóri

Golfsamband Íslands (GSÍ) leitar að öflugum aðila til að leiða markaðs- og kynningarmál sambandsins. Markaðsstjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra og starfar náið og þvert á alla starfsemina. Í starfinu felst að kynna, markaðssetja mót, viðburði og tilfallandi verkefni ásamt því að viðhalda sterkum tengslum við golfhreyfinguna, kostendur, fjölmiðla og aðra hagaðila Golfsambands Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á tekju- og markaðsáætlunum

  • Skrif og ábyrgð á framleiðslu efnis  

  • Aðkoma að framkvæmd golfmóta og viðburða GSÍ

  • Samskipti og þjónusta við samstarfsaðila, fjölmiðla og helstu haghafa

  • Kynningarmál og innleiðingar sem styðja við markmið og stefnu

  • Þátttaka í þróun miðla, miðlunar og gagnasöfnunar

  • Vörumerkjauppbygging og samræmi vörumerkis

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi

  • Góð þekking á golfíþróttinni

  • Haldbær reynsla af markaðs- og kynningarmálum

  • Góð íslenskukunnátta og hæfileiki til að skrifa og miðla upplýsingum

  • Góð tölvufærni og þekking á gerð kynningarefnis

  • Hugmyndaauðgi, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi 

  • Mikil þjónustulund og lausnamiðað viðhorf

 

Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur7. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar